Breytt gjaldskrá Póstsins „mikið högg“ fyrir lítinn héraðsfréttamiðil Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 13:45 Gunnar segir þetta hafi í för með sér 25-30% hækkun kostnaðar vegna dreifingar. Vísir/Vilhelm Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“ Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“
Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira