Breytt gjaldskrá Póstsins „mikið högg“ fyrir lítinn héraðsfréttamiðil Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 13:45 Gunnar segir þetta hafi í för með sér 25-30% hækkun kostnaðar vegna dreifingar. Vísir/Vilhelm Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“ Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“
Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira