„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. febrúar 2020 19:00 Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira