Vísar því á bug að vera „eyland í eigin flokki“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 17:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu margir hverjir fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem útlendingamál voru ofarlega á baugi. Ráðherra kynnti í gær breytingar sem fela í sér að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. Þar af leiðandi var pakistanska drengnum Muhammed og foreldrum hans ekki vísað úr landi í gær líkt og til stóð.Sjá einnig:Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði á því að hrósa ráðherra fyrir að bregðast við. Skrefið sem tekið var í gær hafi verið mikilvægt. Þó þurfi að gera enn betur að mati Þorgerðar og benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi vel farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu sem útlendingamálin heyra undir. Þá kvaðst hún óttast það að Áslaug Arna væri „eyland að vissu leyti í sínum flokki hvað þessi mál varðar,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Ég vil láta hana vita að hún á stuðning Viðreisnar í því að breyta lögunum í þá veru að þau verði einmitt mennskari og mannúðlegri,“ sagði Þorgerður. Áslaug Arna vísaði þeim vangaveltum Þorgerðar alfarið á bug. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu af því að það var hæstvirtur dómsmálaráðherra, þá innanríkisráðherra Hanna Birna, sem leiddi þá vinnu að skipa hér þverpólitískri þingmannanefnd sem hæstvirtur fyrrverandi ráðherra, Ólöf Nordal, tók við og kláraði þessi lög sem við vinnum eftir í dag,“ sagði Áslaug. „Það var mikilvæg skref í málefnum útlendinga og ég sé ekki betur en að það hafi verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins og þeirra ráðherra að koma þessum málum þannig að þau séu rædd af yfirvegun og af þeim móð að ná öllum saman í þessum viðkvæma málaflokki,“ sagði Áslaug enn fremur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sótti einnig hart að dómsmálaráðherra og spurði meðal annars Áslaug Arna hygðist falla frá frumvarpi sem boðað var í tíð forvera hennar í embætti, Sigríðar Á. Andersen. „Fyrirrennari ráðherra lagði fram frumvarp sem skerðir frekar réttindi og kjör þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. Ég spyr því ráðherra: Mun hún setja það frumvarp til hliðar og veita þingmannanefndinni umboð til að bæta stöðuna eða á þingmannanefndin kannski að taka viðmið af því frumvarpi sem gerir endurupptöku mála erfiðari?“ spurði Logi. Hann ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu þar sem honum þótti Áslaug Arna koma sér undan því að svara. „Það frumvarp sem háttvirtur þingmaður vísar til var til umfjöllunar í þverpólitísku þingmannanefndinni fyrr í haust til þess að fá umræðu um það og ábendingar ef einhverjar væru. Það frumvarp lýtur að miklu leyti til að hraða málsmeðferð, sér í lagi í verndarmálum,“ svaraði Áslaug meðal annars í síðara svari. „Það eru þessi verndarmál, þar sem aðili hefur fengið vernd annars staðar. Við erum ekki að senda til dæmis fólk, eins og háttvirtur þingmaður nefndi, til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglunnar því hætt er við 2010,“ sagði Áslaug. Sagði hún kerfið það vel upp byggt að hægt væri að leggja einstaklingsbundið mat á hvert og eitt mál. „Það gerist ekki sjálfkrafa og það hefur oft gerst í tilviki þess sem fólk hefur hlotið vernd annars staðar, að það hljóti samt efnismeðferð á Íslandi af því að það fari fram einstaklingsbundið mat og þannig viljum við að kerfið okkar virki,“ sagði Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu margir hverjir fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem útlendingamál voru ofarlega á baugi. Ráðherra kynnti í gær breytingar sem fela í sér að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. Þar af leiðandi var pakistanska drengnum Muhammed og foreldrum hans ekki vísað úr landi í gær líkt og til stóð.Sjá einnig:Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði á því að hrósa ráðherra fyrir að bregðast við. Skrefið sem tekið var í gær hafi verið mikilvægt. Þó þurfi að gera enn betur að mati Þorgerðar og benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi vel farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu sem útlendingamálin heyra undir. Þá kvaðst hún óttast það að Áslaug Arna væri „eyland að vissu leyti í sínum flokki hvað þessi mál varðar,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Ég vil láta hana vita að hún á stuðning Viðreisnar í því að breyta lögunum í þá veru að þau verði einmitt mennskari og mannúðlegri,“ sagði Þorgerður. Áslaug Arna vísaði þeim vangaveltum Þorgerðar alfarið á bug. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu af því að það var hæstvirtur dómsmálaráðherra, þá innanríkisráðherra Hanna Birna, sem leiddi þá vinnu að skipa hér þverpólitískri þingmannanefnd sem hæstvirtur fyrrverandi ráðherra, Ólöf Nordal, tók við og kláraði þessi lög sem við vinnum eftir í dag,“ sagði Áslaug. „Það var mikilvæg skref í málefnum útlendinga og ég sé ekki betur en að það hafi verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins og þeirra ráðherra að koma þessum málum þannig að þau séu rædd af yfirvegun og af þeim móð að ná öllum saman í þessum viðkvæma málaflokki,“ sagði Áslaug enn fremur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sótti einnig hart að dómsmálaráðherra og spurði meðal annars Áslaug Arna hygðist falla frá frumvarpi sem boðað var í tíð forvera hennar í embætti, Sigríðar Á. Andersen. „Fyrirrennari ráðherra lagði fram frumvarp sem skerðir frekar réttindi og kjör þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. Ég spyr því ráðherra: Mun hún setja það frumvarp til hliðar og veita þingmannanefndinni umboð til að bæta stöðuna eða á þingmannanefndin kannski að taka viðmið af því frumvarpi sem gerir endurupptöku mála erfiðari?“ spurði Logi. Hann ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu þar sem honum þótti Áslaug Arna koma sér undan því að svara. „Það frumvarp sem háttvirtur þingmaður vísar til var til umfjöllunar í þverpólitísku þingmannanefndinni fyrr í haust til þess að fá umræðu um það og ábendingar ef einhverjar væru. Það frumvarp lýtur að miklu leyti til að hraða málsmeðferð, sér í lagi í verndarmálum,“ svaraði Áslaug meðal annars í síðara svari. „Það eru þessi verndarmál, þar sem aðili hefur fengið vernd annars staðar. Við erum ekki að senda til dæmis fólk, eins og háttvirtur þingmaður nefndi, til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglunnar því hætt er við 2010,“ sagði Áslaug. Sagði hún kerfið það vel upp byggt að hægt væri að leggja einstaklingsbundið mat á hvert og eitt mál. „Það gerist ekki sjálfkrafa og það hefur oft gerst í tilviki þess sem fólk hefur hlotið vernd annars staðar, að það hljóti samt efnismeðferð á Íslandi af því að það fari fram einstaklingsbundið mat og þannig viljum við að kerfið okkar virki,“ sagði Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira