Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2020 07:26 Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein á Vestfjörðum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Rifa fannst nýverið á kví fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Á vef fyrirtækisins kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. RÚV greindi fyrst frá málinu. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi á stofnanir og Ísafjarðarbæ kemur fram að ekkert bendi til þess að laxar hafi sloppið úr kvínni. „Eftirlitið fór fram með neðansjávardróna og hefur Fiskistofu verið tilkynnt um atvikið símleiðis og búið er að virkja viðbragðsáætlun. Meðalþyngd laxa er nú um 2,4 kg en um 170 þús. laxar eru í kvínni. Við fóðrun var hegðun laxa eðlileg en þeir halda sig að jafnaði ofar en 20 m þar sem að fóður kemur ávallt að ofan. Ekkert bendir því til að laxar hafi sloppið úr kvínni þrátt fyrir að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð og net verði sett út samkvæmt henni,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að stofnuninni hafi borist tilkynning frá Arctic Sea Farm laugardaginn 1. febrúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. „Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill,“ segir í tilkynningu frá MAST. Eftirlitsmaður Matvælastofnunar hafi skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. „Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt.“ Uppfært 5. febrúar klukkan 16:26 með tilkynningu MAST. Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Rifa fannst nýverið á kví fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Á vef fyrirtækisins kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. RÚV greindi fyrst frá málinu. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi á stofnanir og Ísafjarðarbæ kemur fram að ekkert bendi til þess að laxar hafi sloppið úr kvínni. „Eftirlitið fór fram með neðansjávardróna og hefur Fiskistofu verið tilkynnt um atvikið símleiðis og búið er að virkja viðbragðsáætlun. Meðalþyngd laxa er nú um 2,4 kg en um 170 þús. laxar eru í kvínni. Við fóðrun var hegðun laxa eðlileg en þeir halda sig að jafnaði ofar en 20 m þar sem að fóður kemur ávallt að ofan. Ekkert bendir því til að laxar hafi sloppið úr kvínni þrátt fyrir að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð og net verði sett út samkvæmt henni,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að stofnuninni hafi borist tilkynning frá Arctic Sea Farm laugardaginn 1. febrúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. „Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill,“ segir í tilkynningu frá MAST. Eftirlitsmaður Matvælastofnunar hafi skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. „Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt.“ Uppfært 5. febrúar klukkan 16:26 með tilkynningu MAST.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira