Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:15 Fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki hér á landi. Vísir/Getty Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni. Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni.
Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30