Ægir er kominn yfir 200 í plús og mínus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 16:30 Ægir Þór Steinarsson í leik með Stjörnunni á móti Tindastól. Vísir/Bára Stjörnuliðið er miklu betra með Ægir Þór Steinarsson inn á vellinum og þetta sýnir tölfræðin svart á hvítu. Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson spilaði sína liðsfélaga uppi í sigrinum á Grindavík í Domino´s deild karla í gærkvöldi. Ægir Þór skaut bara tvisvar á körfuna allan leikinn en gaf 12 stoðsendingar. Hann hugsaði um hag liðsins eins og venjulega og það sást líka á plús og mínus hjá honum. Stjörnuliðið vann þær rúmu 30 mínútur sem hann spilaði með 21 stigi en tapaði með 7 stigum þegar hann sat á bekknum. Ægir er með 13,2 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í deildinni í vetur. Með því að vera +21 í þessum leik á móti Grindavík varð Ægir Þór fyrsti leikmaðurinn í Domino´s deildinni í vetur sem nær að vera yfir tvö hundruð í plús og mínus. Ægir er nú +209 í plús og mínus sem þýðir að Stjarnan hefur tapað með 37 stigum þær mínútum sem hann hefur verið á bekknum en unnið með 209 stigum þær mínútur sem Ægir hefur spilað. Ægir hefur líka verið í plús tíu eða meira í níu leikjum í röð eða í öllum deildarleikjum Garðbæinga frá því í lok nóvember. Ægir þór er 29 stigum á undan félaga sínum í íslenska landsliðinu, Herði Axel Vilhjálmssyni en þriðji er síðan Dominykas Milka hjá Keflavík.Ægir Þór Steinarsson í plús tíu + í níu leikjum í röð: Á móti KR +42 Á móti Haukum +13 Á móti Fjölni +15 Á móti Þór Þorl. +19 Á móti ÍR +30 Á móti Tindastól +10 Á móti Keflavík +11 Á móti Njarðvík +14 Á móti Grindavík +21 Hæsta plús og mínus í Domino´s deild karla eftir 17 umferðir: 1. Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni +209 2. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík +180 3. Dominykas Milka, Keflavík +170 4. Maciek Stanislav Baginski, Njarðvík +151 5. Deane Williams, Keflavík +147 6. Chaz Calvaron Williams, Njarðvík +136 7. Hlynur Elías Bæringsson, Stjörnunni +135 8. Khalil Ullah Ahmad, Keflavík +134 9. Kyle Johnson, Stjörnunni +128 10. Mario Matasovic, Njarðvík +128 11. Nikolas Tomsick, Stjörnunni +125 12. Kristinn Pálsson, Njarðvík +112 13. Emil Barja, Haukum +106 14. Gerel Simmons, Tindastól +102 15. Flenard Whitfield, Haukum +97 Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Stjörnuliðið er miklu betra með Ægir Þór Steinarsson inn á vellinum og þetta sýnir tölfræðin svart á hvítu. Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson spilaði sína liðsfélaga uppi í sigrinum á Grindavík í Domino´s deild karla í gærkvöldi. Ægir Þór skaut bara tvisvar á körfuna allan leikinn en gaf 12 stoðsendingar. Hann hugsaði um hag liðsins eins og venjulega og það sást líka á plús og mínus hjá honum. Stjörnuliðið vann þær rúmu 30 mínútur sem hann spilaði með 21 stigi en tapaði með 7 stigum þegar hann sat á bekknum. Ægir er með 13,2 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í deildinni í vetur. Með því að vera +21 í þessum leik á móti Grindavík varð Ægir Þór fyrsti leikmaðurinn í Domino´s deildinni í vetur sem nær að vera yfir tvö hundruð í plús og mínus. Ægir er nú +209 í plús og mínus sem þýðir að Stjarnan hefur tapað með 37 stigum þær mínútum sem hann hefur verið á bekknum en unnið með 209 stigum þær mínútur sem Ægir hefur spilað. Ægir hefur líka verið í plús tíu eða meira í níu leikjum í röð eða í öllum deildarleikjum Garðbæinga frá því í lok nóvember. Ægir þór er 29 stigum á undan félaga sínum í íslenska landsliðinu, Herði Axel Vilhjálmssyni en þriðji er síðan Dominykas Milka hjá Keflavík.Ægir Þór Steinarsson í plús tíu + í níu leikjum í röð: Á móti KR +42 Á móti Haukum +13 Á móti Fjölni +15 Á móti Þór Þorl. +19 Á móti ÍR +30 Á móti Tindastól +10 Á móti Keflavík +11 Á móti Njarðvík +14 Á móti Grindavík +21 Hæsta plús og mínus í Domino´s deild karla eftir 17 umferðir: 1. Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni +209 2. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík +180 3. Dominykas Milka, Keflavík +170 4. Maciek Stanislav Baginski, Njarðvík +151 5. Deane Williams, Keflavík +147 6. Chaz Calvaron Williams, Njarðvík +136 7. Hlynur Elías Bæringsson, Stjörnunni +135 8. Khalil Ullah Ahmad, Keflavík +134 9. Kyle Johnson, Stjörnunni +128 10. Mario Matasovic, Njarðvík +128 11. Nikolas Tomsick, Stjörnunni +125 12. Kristinn Pálsson, Njarðvík +112 13. Emil Barja, Haukum +106 14. Gerel Simmons, Tindastól +102 15. Flenard Whitfield, Haukum +97
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira