Hataði launin sín af öllu hjarta Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 13:45 Eflingarfólk gekk frá Iðnó yfir í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14. Fyrir göngunni fór formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir. vísir/emb Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Sjá meira
Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44