Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 14:24 Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31