Mótmæltu lokun Bláfjallavegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 16:00 Ætlunin var að keyra eftir veginum en búið var að loka honum. Mynd/Bjarni Freyr Báruson Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin
Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13