Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. febrúar 2020 19:42 Borgin er í minnihluta innan SORPU. vísir/vilhelm Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. Í síðasta mánuði var upplýst að SORPA sem er samlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þyrfti á 1,5 milljörðum króna að halda vegna vanáætlana í tengslum við framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð fyrirtækisins. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þar situr Líf Magneudóttir fyrir meirihlutann í borgarstjórn, en fulltrúar hinna sveitarfélagana eru þrír á vegum Sjálfstæðisflokks og tveir á vegum Framsóknarflokks. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.vísir Yfir stjórninni er síðan svo kallaður eigendavettvangur, sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir, og er skipaður af borgarstjóra og bæjarstjórum hinna fimm sveitarfélaganna. Á hvorugum staðnum er borgin með meirihlutavald og þarf því að reiða sig á fulltrúa hinna sveitarfélaganna við alla ákvarðanatöku. Skýrsla innri endurskoðunar um málefni SORPU var rædd á borgarstjórnarfundi í dag. En framkvæmdastjóri SORPU sem sendur var í leyfi hefur nýlega skilað inn andmælum. Líf segir að nú sé verið að fara yfir andmælin en í skýrslu innri endurskoðunar sé skýrt að upplýsingagjöf til stjórnar hafi verið ábótavant. Eigendavettvangur SORPU er skipaður borgarstjóra og bæjarstjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.vísir „Að þær hafi verið ófullnægjandi, villandi, ómarkvissar og stundum rangar. Slíkt setur stjórnir eðlilega í vandasamar stöðu,“ sagði Líf á borgarstjórnarfundi í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn mælti fyrir tillögu Sjálfstæðisflokkins um að vægi borgarinnar innan stjórnar fyrirtækisins verði aukið. Hún var samþykkt með breytingartillögu meirihlutaflokkanna um að beina því til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að ekki verði aðeins farið yfir skipulag og stjórnarhætti Sorpu bs., heldur einnig byggðasamlaganna Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Reykjavíkurborg ber meirihlutann af þeim ábyrgðum sem hafa lent á sveitarfélögunum út af SORPU þrátt fyrir að hafa bara einn sjötta af stjórnarmönnum,“ sagði Eyþór. Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í kvöld, að minnsta kosti í bili. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir marga hafa sofnað á verðinum. „Margir hafa sofnað í sjálfu sér en kannski reiða þeir sem eru minni sig á þann stóra sem ber ábyrgð, Reykjavíkurborg er með meirihluta, og minni sveitarfélögin kannski reiða sig á það bæði í Orkuveitunni og þessum byggðasamlögum að stóri bróðir passi upp á að hlutirnir séu í lagi,“ segir Eyþór. Eyþór segir aðra stjórnarmeðlimi vissulega þurfa að fylgjast vel með málum en þegar „stóri bróðir“ borgi meirihlutann þá sé hætta á að treyst sé á að hann passi upp á hlutina fyrir hina. „Þetta eru gríðarlegar upphæðir.“ Bent hefur verið á að Reykjavíkurborg hefur minnihluta þegar kemur að áhrifastöðu í þessum stjórnum en beri þó meirihluta kostnaðarins á sínum herðum. „Já, þetta er nú tvöfalt skakkara en í kjördæmamálinu sem hefur verið rætt í gegn um áratugina, en bara til að setja þetta í samhengi þá er Reykjavíkurborg í ábyrgðum fyrir yfir hundrað milljörðum núna, út af SORPU, Orkuveitunni, félagsbústöðum og þessum fyrirtækjum. Þegar allt þetta er tekið þá eru þetta yfir eitt hundrað milljarðar þannig að ég segi að við verðum að axla ábyrgð í samræmi við kostnað.“Ertu bjartsýnn á að hin sveitarfélögin taki vel í það að ræða breytingar á þessum hlutföllum þegar þær viðræður verða teknar upp?„Ég held að allir séu sammála um að núverandi ástand er í ólagi, er í rusli og það verður að laga það.“ Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. Í síðasta mánuði var upplýst að SORPA sem er samlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þyrfti á 1,5 milljörðum króna að halda vegna vanáætlana í tengslum við framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð fyrirtækisins. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þar situr Líf Magneudóttir fyrir meirihlutann í borgarstjórn, en fulltrúar hinna sveitarfélagana eru þrír á vegum Sjálfstæðisflokks og tveir á vegum Framsóknarflokks. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.vísir Yfir stjórninni er síðan svo kallaður eigendavettvangur, sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir, og er skipaður af borgarstjóra og bæjarstjórum hinna fimm sveitarfélaganna. Á hvorugum staðnum er borgin með meirihlutavald og þarf því að reiða sig á fulltrúa hinna sveitarfélaganna við alla ákvarðanatöku. Skýrsla innri endurskoðunar um málefni SORPU var rædd á borgarstjórnarfundi í dag. En framkvæmdastjóri SORPU sem sendur var í leyfi hefur nýlega skilað inn andmælum. Líf segir að nú sé verið að fara yfir andmælin en í skýrslu innri endurskoðunar sé skýrt að upplýsingagjöf til stjórnar hafi verið ábótavant. Eigendavettvangur SORPU er skipaður borgarstjóra og bæjarstjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.vísir „Að þær hafi verið ófullnægjandi, villandi, ómarkvissar og stundum rangar. Slíkt setur stjórnir eðlilega í vandasamar stöðu,“ sagði Líf á borgarstjórnarfundi í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn mælti fyrir tillögu Sjálfstæðisflokkins um að vægi borgarinnar innan stjórnar fyrirtækisins verði aukið. Hún var samþykkt með breytingartillögu meirihlutaflokkanna um að beina því til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að ekki verði aðeins farið yfir skipulag og stjórnarhætti Sorpu bs., heldur einnig byggðasamlaganna Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Reykjavíkurborg ber meirihlutann af þeim ábyrgðum sem hafa lent á sveitarfélögunum út af SORPU þrátt fyrir að hafa bara einn sjötta af stjórnarmönnum,“ sagði Eyþór. Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í kvöld, að minnsta kosti í bili. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir marga hafa sofnað á verðinum. „Margir hafa sofnað í sjálfu sér en kannski reiða þeir sem eru minni sig á þann stóra sem ber ábyrgð, Reykjavíkurborg er með meirihluta, og minni sveitarfélögin kannski reiða sig á það bæði í Orkuveitunni og þessum byggðasamlögum að stóri bróðir passi upp á að hlutirnir séu í lagi,“ segir Eyþór. Eyþór segir aðra stjórnarmeðlimi vissulega þurfa að fylgjast vel með málum en þegar „stóri bróðir“ borgi meirihlutann þá sé hætta á að treyst sé á að hann passi upp á hlutina fyrir hina. „Þetta eru gríðarlegar upphæðir.“ Bent hefur verið á að Reykjavíkurborg hefur minnihluta þegar kemur að áhrifastöðu í þessum stjórnum en beri þó meirihluta kostnaðarins á sínum herðum. „Já, þetta er nú tvöfalt skakkara en í kjördæmamálinu sem hefur verið rætt í gegn um áratugina, en bara til að setja þetta í samhengi þá er Reykjavíkurborg í ábyrgðum fyrir yfir hundrað milljörðum núna, út af SORPU, Orkuveitunni, félagsbústöðum og þessum fyrirtækjum. Þegar allt þetta er tekið þá eru þetta yfir eitt hundrað milljarðar þannig að ég segi að við verðum að axla ábyrgð í samræmi við kostnað.“Ertu bjartsýnn á að hin sveitarfélögin taki vel í það að ræða breytingar á þessum hlutföllum þegar þær viðræður verða teknar upp?„Ég held að allir séu sammála um að núverandi ástand er í ólagi, er í rusli og það verður að laga það.“
Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37