Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 14:00 Viðbúnaði vegna Wuhan-kórónaveirunnar er lýst í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum. Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum.
Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30
Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15