Sautján stiga hiti mældist á Seyðisfirði í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 07:07 Frá Seyðisfirði. Vísir/Jói K. Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi. Gular asahlákuviðvaranir eru jafnframt í gildi um allt land vegna mikilla leysinga fram að hádegi. Hlýju lofti úr suðri fylgir rigning eða súld en þó verður þurrt norðan- og austanlands. Búast má við að á þeim slóðum slái hnjúkaþey sums staðar niður. Hæsti hiti sem mældist síðustu nótt voru tæp sautján stig á Seyðisfirði. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands var hitinn nákvæmlega 16,5 stig og mældist um klukkan fjögur í nótt. Ekki skipti máli við þessar aðstæður hvort um nótt eða dag sé að ræða – sólin stuðli þar lítið að hita. Ekki erum met að ræða en hæsti hiti sem hefur mælst í febrúar er 19,1 stig á Eyjabökkum 12. þess mánaðar árið 2017. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki sé útilokað að það met verði slegið síðar í dag. Eftir hádegi fer svo að draga úr vindi og úrkomu og byrjar að kólna. Ásþungi takmarkaður við tíu tonn Skólaakstur fellur niður á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið vegna veðurs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar segir að nemendur og starfsfólk skuli mæta á þá starfsstöð sem næst er þeirra heimili. Ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan tíu. Í tilkynningu segir að kennsla sé að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það sé hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann. Þá varar Vegagerðin vegfarendur við miklum holumyndunum á vegum vegna mikilla leysinga og hlýnandi veðurs. Gott sé að hafa það í huga þegar ekið er af stað. Þá verður ásþungi takmarkaður við tíu tonn á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, nema á hringvegi milli Reykjavíkur og Selfoss, vegna hættu á slitlagsskemmdum. Takmörkun þessi tekur gildi klukkan tíu í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi suðaustanátt og rigning, 10-18 m/s síðdegis, en hægari vindur og þurrt norðanlands. Hiti 4 til 10 stig. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt, víða 10-15 m/s og snjókomu, en rigingu á láglendi um kvöldið. Hægari vindur og þurrt um norðanvert landið. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og slydda á köflum, en þurrt norðan- og austanlands, og norðaustan 8-15 með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti nálægt frostmarki en frost 3 til 8 stig um landið norðanvert. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Austlæg átt og víða dálítil snjókoma. Áfram kalt í veðri. Seyðisfjörður Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi. Gular asahlákuviðvaranir eru jafnframt í gildi um allt land vegna mikilla leysinga fram að hádegi. Hlýju lofti úr suðri fylgir rigning eða súld en þó verður þurrt norðan- og austanlands. Búast má við að á þeim slóðum slái hnjúkaþey sums staðar niður. Hæsti hiti sem mældist síðustu nótt voru tæp sautján stig á Seyðisfirði. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands var hitinn nákvæmlega 16,5 stig og mældist um klukkan fjögur í nótt. Ekki skipti máli við þessar aðstæður hvort um nótt eða dag sé að ræða – sólin stuðli þar lítið að hita. Ekki erum met að ræða en hæsti hiti sem hefur mælst í febrúar er 19,1 stig á Eyjabökkum 12. þess mánaðar árið 2017. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki sé útilokað að það met verði slegið síðar í dag. Eftir hádegi fer svo að draga úr vindi og úrkomu og byrjar að kólna. Ásþungi takmarkaður við tíu tonn Skólaakstur fellur niður á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið vegna veðurs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar segir að nemendur og starfsfólk skuli mæta á þá starfsstöð sem næst er þeirra heimili. Ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan tíu. Í tilkynningu segir að kennsla sé að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það sé hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann. Þá varar Vegagerðin vegfarendur við miklum holumyndunum á vegum vegna mikilla leysinga og hlýnandi veðurs. Gott sé að hafa það í huga þegar ekið er af stað. Þá verður ásþungi takmarkaður við tíu tonn á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, nema á hringvegi milli Reykjavíkur og Selfoss, vegna hættu á slitlagsskemmdum. Takmörkun þessi tekur gildi klukkan tíu í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi suðaustanátt og rigning, 10-18 m/s síðdegis, en hægari vindur og þurrt norðanlands. Hiti 4 til 10 stig. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt, víða 10-15 m/s og snjókomu, en rigingu á láglendi um kvöldið. Hægari vindur og þurrt um norðanvert landið. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og slydda á köflum, en þurrt norðan- og austanlands, og norðaustan 8-15 með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti nálægt frostmarki en frost 3 til 8 stig um landið norðanvert. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Austlæg átt og víða dálítil snjókoma. Áfram kalt í veðri.
Seyðisfjörður Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira