Sportpakkinn: Mourinho viðurkenndi að betra liðið hefði tapað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Heung-Min Son og Serge Aurier fagna sigurmarki Kóreumannsins. Getty/Charlotte Wilson Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira