Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26