Manchester United sagt tilbúð að lækka verðið á Pogba um 4,8 milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 09:30 Paul Pogba hefur lítið sést í Manchester United búningnum að undanförnu. Getty/ James Williamson Paul Pogba er til sölu og það á hálfgerðu útsöluverði ef marka má fréttir ensku slúðurblaðanna í morgun. Ensku blöðin velta sér áfram upp úr næstu skrefum Manchester United og óvissunni í kringum framtíð Pogba. Paul Pogba er enn að jafna sig eftir uppskurð á ökkla en fór samt ekki með Manchester United liðinu í æfingabúðirnar til Spánar þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök eftir vetrarfríið. Það kemur fram í Daily Star en þeir hjá Sun hafa enn heitari uppslátt af stöðu mála hjá franska miðjumanninum. Samkvæmt frétt Sun þá hafa Paul Pogba og umboðsmaður hans Mino Raiola fengið grænt ljós á að Pogba yfirgefi félagið fái Manchester United nægan pening fyrir hann. Manchester United have reportedly lowered their asking price for Paul Pogba by £30m. It's in the football gossip https://t.co/kQ2JMt5QdD#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/qcciLrUy1N— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Manchester United hefði getað selt Paul Pogba síðasta sumar en setti þá 180 milljón punda verðmiða á hann og það voru hvorki Real Madrid né Juventus tilbúin að borga. Pogba er enn bara 26 ára gamall og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Ole Gunnar Solskjær og stjórnin hjá Manchester United eru hins vegar á því samkvæmt fyrrnefndri frétt að nú sér kominn tími á að selja leikmanninn. Það hefur verið mikið vesen á Pogba síðustu ár og ofan á það hafa bæst langvinn ökklameiðsli sem á endanum kölluðu á aðgerð. Hann hefur því aðeins náð að spila átta leiki fyrir Manchester United á leiktíðinni. Manchester United keypti hann á sínum tíma á 89 milljónir punda frá Juventus og ætlar ekki að selja hann ódýrt. Í fréttinni kemur hins vegar fram að nú sé búið að lækka verðmiðann um 30 milljónir punda eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Pogba myndi samt kosta 150 milljónir punda sem er svo sem ekkert útsöluverð enda 24,5 milljarðar íslenskra króna. Enski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Paul Pogba er til sölu og það á hálfgerðu útsöluverði ef marka má fréttir ensku slúðurblaðanna í morgun. Ensku blöðin velta sér áfram upp úr næstu skrefum Manchester United og óvissunni í kringum framtíð Pogba. Paul Pogba er enn að jafna sig eftir uppskurð á ökkla en fór samt ekki með Manchester United liðinu í æfingabúðirnar til Spánar þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök eftir vetrarfríið. Það kemur fram í Daily Star en þeir hjá Sun hafa enn heitari uppslátt af stöðu mála hjá franska miðjumanninum. Samkvæmt frétt Sun þá hafa Paul Pogba og umboðsmaður hans Mino Raiola fengið grænt ljós á að Pogba yfirgefi félagið fái Manchester United nægan pening fyrir hann. Manchester United have reportedly lowered their asking price for Paul Pogba by £30m. It's in the football gossip https://t.co/kQ2JMt5QdD#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/qcciLrUy1N— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Manchester United hefði getað selt Paul Pogba síðasta sumar en setti þá 180 milljón punda verðmiða á hann og það voru hvorki Real Madrid né Juventus tilbúin að borga. Pogba er enn bara 26 ára gamall og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Ole Gunnar Solskjær og stjórnin hjá Manchester United eru hins vegar á því samkvæmt fyrrnefndri frétt að nú sér kominn tími á að selja leikmanninn. Það hefur verið mikið vesen á Pogba síðustu ár og ofan á það hafa bæst langvinn ökklameiðsli sem á endanum kölluðu á aðgerð. Hann hefur því aðeins náð að spila átta leiki fyrir Manchester United á leiktíðinni. Manchester United keypti hann á sínum tíma á 89 milljónir punda frá Juventus og ætlar ekki að selja hann ódýrt. Í fréttinni kemur hins vegar fram að nú sé búið að lækka verðmiðann um 30 milljónir punda eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Pogba myndi samt kosta 150 milljónir punda sem er svo sem ekkert útsöluverð enda 24,5 milljarðar íslenskra króna.
Enski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti