Næstum því sextán mánuðir síðan Keflvíkingar unnu KR-inga síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 17:00 KR-ingurinn Michael Craion lék með Keflavík þegar Keflvíkingar unnu KR síðast fyrir tæpum sextán mánuðum. Hér er hann í leik með Keflavík á móti KR. Vísir/Bára KR-ingar hafa tapað fleiri leikjum undanfarin tímabil en í tímabilunum á undan en hafa getað treyst á það að vinna leiki sína við Keflvíkinga. Liðin mætast í DHL-höllinni í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar mæta í DHL-höllina í kvöld sex stigum og fjórum sætum ofar en Íslandsmeistarar KR í töflunni og með það markmið að enda tæplega sextán mánaða bið. Keflavík vann síðast sigur á KR í karlakörfunni þegar liðin mættust í deildarkeppninni fyrir 483 dögum eða 12. október 2018. Keflavík vann þá sex stiga sigur, 85-79, þar sem núverandi KR-ingur, Michael Craion var KR-liðinu mjög erfiður með 27 stig, 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 4 stolna bolta. Maður leiksins var þó líklega bakvörðurinn Reggie Dupree sem skoraði 12 af 19 stigum sínum á síðustu fjórum mínútum leiksins á meðan Keflavíkurliðið breytti stöðunni úr 69-77 fyrir KR í 83-77 fyrir Keflavík með 14-0 spretti. Reggie hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum þar af setti hann niður þrjá þrista í lok leiksins. KR og Keflavík mættust fimm sinnum á árinu 2019 og KR-ingar unnu alla leikina þar á meðal alla þrjá leikina í átta liða úrslitum úrslitakeppninni. KR-liðið vann líka fyrri leik liðanna í vetur en KR vann þá með minnsta mun í Keflavík, 67-66. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna en KR-liðið skoraði fjögur síðustu stig leiksins. KR hefur unnið 11 af 14 leikjum liðanna á Íslandsmótinu undanfarin fjögur tímabil þar af 6 af 7 leikjum liðanna í úrslitakeppninni og 5 af 6 leikjum liðanna í DHL-höllinni. Stöð 2 Sport verður eins og áður á föstudagskvöldum með mikla körfuboltaveislu. Fyrst verður sýndur leikur Vals og Stjörnunnar klukkan 18.30, útsending frá leik KR og Keflavík kemur strax i kjölfarið og eftir leikinn í Vesturbænum verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld í beinni frá Suðurlandsbrautinni.- Síðustu fjórtán leikir KR og Keflavíkur á Íslandsmóti karla í körfubolta - 15. nóvember 2019: KR vann 1 stigs sigur í Blue-höllinni (67-66) 28. mars 2019: KR vann 21 stigs sigur í Blue-höllinni (85-64, úrslitakeppni) 25. mars 2019: KR vann 9 stiga sigur í DHL-höllinni (86-77, úrslitakeppni) 22. mars 2019: KR vann 1 stigs sigur í Blue-höllinni (77-76, úrslitakeppni) 11. janúar 2019: KR vann 4 stiga sigur í DHL-höllinni (80-76) 12. október 2018: Keflavík vann 6 stiga sigur í Blue-höllinni (85-79) 16. febrúar 2018: Keflavík vann 7 stiga sigur í DHL-höllinni (72-65) 19. nóvember 2017: KR vann 17 stiga sigur í Blue-höllinni (102-85) 11. apríl 2017: KR vann 2 stiga sigur í Blue-höllinni (86-84, úrslitakeppni) 7. apríl 2017: KR vann 3 stiga sigur í DHL-höllinni (91-88, úrslitakeppni) 3. apríl 2017: Keflavík vann 7 stiga sigur í Blue-höllinni (81-74, úrslitakeppni) 30. mars 2017: KR vann 19 stiga sigur í DHL-höllinni (90-71, úrslitakeppni) 2. mars 2017: KR vann 2 stiga sigur í DHL-höllinni (82-80) 2. desember 2016: KR vann 26 stiga sigur í Blue-höllinni (106-80)Samtals í þessum fjórtán síðustu leikjum liðanna 11 KR sigrar (79%) 3 Keflavíkur sigrar (21%)6 leikir sem unnust með 4 stigum eða minna (43%)9 leikir sem unnust með 7 stigum eða minna (64%) Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
KR-ingar hafa tapað fleiri leikjum undanfarin tímabil en í tímabilunum á undan en hafa getað treyst á það að vinna leiki sína við Keflvíkinga. Liðin mætast í DHL-höllinni í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar mæta í DHL-höllina í kvöld sex stigum og fjórum sætum ofar en Íslandsmeistarar KR í töflunni og með það markmið að enda tæplega sextán mánaða bið. Keflavík vann síðast sigur á KR í karlakörfunni þegar liðin mættust í deildarkeppninni fyrir 483 dögum eða 12. október 2018. Keflavík vann þá sex stiga sigur, 85-79, þar sem núverandi KR-ingur, Michael Craion var KR-liðinu mjög erfiður með 27 stig, 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 4 stolna bolta. Maður leiksins var þó líklega bakvörðurinn Reggie Dupree sem skoraði 12 af 19 stigum sínum á síðustu fjórum mínútum leiksins á meðan Keflavíkurliðið breytti stöðunni úr 69-77 fyrir KR í 83-77 fyrir Keflavík með 14-0 spretti. Reggie hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum þar af setti hann niður þrjá þrista í lok leiksins. KR og Keflavík mættust fimm sinnum á árinu 2019 og KR-ingar unnu alla leikina þar á meðal alla þrjá leikina í átta liða úrslitum úrslitakeppninni. KR-liðið vann líka fyrri leik liðanna í vetur en KR vann þá með minnsta mun í Keflavík, 67-66. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna en KR-liðið skoraði fjögur síðustu stig leiksins. KR hefur unnið 11 af 14 leikjum liðanna á Íslandsmótinu undanfarin fjögur tímabil þar af 6 af 7 leikjum liðanna í úrslitakeppninni og 5 af 6 leikjum liðanna í DHL-höllinni. Stöð 2 Sport verður eins og áður á föstudagskvöldum með mikla körfuboltaveislu. Fyrst verður sýndur leikur Vals og Stjörnunnar klukkan 18.30, útsending frá leik KR og Keflavík kemur strax i kjölfarið og eftir leikinn í Vesturbænum verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld í beinni frá Suðurlandsbrautinni.- Síðustu fjórtán leikir KR og Keflavíkur á Íslandsmóti karla í körfubolta - 15. nóvember 2019: KR vann 1 stigs sigur í Blue-höllinni (67-66) 28. mars 2019: KR vann 21 stigs sigur í Blue-höllinni (85-64, úrslitakeppni) 25. mars 2019: KR vann 9 stiga sigur í DHL-höllinni (86-77, úrslitakeppni) 22. mars 2019: KR vann 1 stigs sigur í Blue-höllinni (77-76, úrslitakeppni) 11. janúar 2019: KR vann 4 stiga sigur í DHL-höllinni (80-76) 12. október 2018: Keflavík vann 6 stiga sigur í Blue-höllinni (85-79) 16. febrúar 2018: Keflavík vann 7 stiga sigur í DHL-höllinni (72-65) 19. nóvember 2017: KR vann 17 stiga sigur í Blue-höllinni (102-85) 11. apríl 2017: KR vann 2 stiga sigur í Blue-höllinni (86-84, úrslitakeppni) 7. apríl 2017: KR vann 3 stiga sigur í DHL-höllinni (91-88, úrslitakeppni) 3. apríl 2017: Keflavík vann 7 stiga sigur í Blue-höllinni (81-74, úrslitakeppni) 30. mars 2017: KR vann 19 stiga sigur í DHL-höllinni (90-71, úrslitakeppni) 2. mars 2017: KR vann 2 stiga sigur í DHL-höllinni (82-80) 2. desember 2016: KR vann 26 stiga sigur í Blue-höllinni (106-80)Samtals í þessum fjórtán síðustu leikjum liðanna 11 KR sigrar (79%) 3 Keflavíkur sigrar (21%)6 leikir sem unnust með 4 stigum eða minna (43%)9 leikir sem unnust með 7 stigum eða minna (64%)
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira