Foreldrar transbarna í öngum sínum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Það geti verið lífshættulegt fyrir börnin fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. Í Mannlífi í dag er viðtal við þrjár mæður transbarna sem eru jafnframt í stjórn hagsmunasamtaka foreldra og aðstandenda transbarna og -ungmenna á Íslandi. Þær segja uppnám ríkja meðal fjölskyldna transbarna vegna niðurskurðar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 48 trans börn og ungmenni eru skráð hjá BUGL. Tölvupóstur hafi borist til aðstandenda þar sem kom fram að frá áramótum hafi ekki verið hægt að halda úti transteymi. Transteymið gerir börnunum t.d. kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, veitir sálfræðimeðferð og heldur utan um langt og strangt ferlið sem börnin ganga í gegnum. María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Hún bendir á að þetta þetta gangi þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði og að viðbótarfé í tengslum við nýju lögin hafi ekki skilað sér til BUGL. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra.“ María segir að þau börn sem eru þegar komin inn á BUGL fái nú skerta þjónustu og þau börn sem eru ekki enn komin inn fari aftar í röðina. Hún segir hvern dag skipta miklu máli þegar komi að hormónameðferð og sálrænum stuðningi. „Það getur verið lífshættulegt fyrir börnin fái þau ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Það skiptir svo miklu máli að geta verið eins og maður upplifir sig.“ Margir foreldrar hafi reynslu af því að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis og sjálfsvígshættu. Hópurinn þurfi greiðan aðgang að þjónustu. „Þau hafa það ekki ef þetta teymi er lagt niður. Teymið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu árin, helst vegna skorts á fjármagni. Fólk er ekki tilbúið að vera í þessum störfum á þessum launum, hópurinn er búinn að minnka með árunum og endar svona - að teymið er lagt niður,“ segir María Bjarnadóttir. Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. Í Mannlífi í dag er viðtal við þrjár mæður transbarna sem eru jafnframt í stjórn hagsmunasamtaka foreldra og aðstandenda transbarna og -ungmenna á Íslandi. Þær segja uppnám ríkja meðal fjölskyldna transbarna vegna niðurskurðar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 48 trans börn og ungmenni eru skráð hjá BUGL. Tölvupóstur hafi borist til aðstandenda þar sem kom fram að frá áramótum hafi ekki verið hægt að halda úti transteymi. Transteymið gerir börnunum t.d. kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, veitir sálfræðimeðferð og heldur utan um langt og strangt ferlið sem börnin ganga í gegnum. María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Hún bendir á að þetta þetta gangi þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði og að viðbótarfé í tengslum við nýju lögin hafi ekki skilað sér til BUGL. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra.“ María segir að þau börn sem eru þegar komin inn á BUGL fái nú skerta þjónustu og þau börn sem eru ekki enn komin inn fari aftar í röðina. Hún segir hvern dag skipta miklu máli þegar komi að hormónameðferð og sálrænum stuðningi. „Það getur verið lífshættulegt fyrir börnin fái þau ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Það skiptir svo miklu máli að geta verið eins og maður upplifir sig.“ Margir foreldrar hafi reynslu af því að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis og sjálfsvígshættu. Hópurinn þurfi greiðan aðgang að þjónustu. „Þau hafa það ekki ef þetta teymi er lagt niður. Teymið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu árin, helst vegna skorts á fjármagni. Fólk er ekki tilbúið að vera í þessum störfum á þessum launum, hópurinn er búinn að minnka með árunum og endar svona - að teymið er lagt niður,“ segir María Bjarnadóttir.
Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira