Ásdís Eir fer fyrir mannauðsfólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 14:23 Ásdís Eir Símonardóttir. Ásdís Eir Símonardóttir var kjörin formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, á aðalfundi félagsins í gær. Ásdís tekur við embættinu af Brynjari Má Brynjólfssyni, mannauðsstjóra RB, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin tvö ár. Hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu að því er segir í tilkynningu. Ásdís Eir starfar í dag sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er með M.S gráðu í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands og B.S gráðu í sálfræði frá sama skóla. Ásdís Eir hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 og hefur frá þeim tíma sinnt mannauðsráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda OR og dótturfélaganna Orku Náttúrunnar og CarbFix. Áður starfaði Ásdís sem sérfræðingur á mannauðssviði Tollstjóra. Mannauður er félag mannauðsfólks á Íslandi sem telur nær 400 félagsmenn og fer ört fjölgandi. Markmið og hlutverk félagsins er að efla fagmennsku mannauðsstjórnunar í þágu íslensks atvinnulífs með virkri þátttöku í umræðu um mannauðsmál. Uppruna félagsins má rekja til klúbbs starfsmannastjóra sem stofnaður var á tíunda áratugnum en þróaðist síðan yfir í félag fyrir alla mannauðsstjóra og síðar alls mannauðsfólks og ráðgjafa sem starfa við mannauðsmál á Íslandi „Félagið hefur eflst og stækkað um meira en helming á síðustu 3 árum og má meðal annars þakka það öflugu starfi stjórnar hverju sinni. Mannauðsfólk út um allan heim stendur frammi fyrir gríðarlega miklum áskorunum sem fylgja bæði tækniframförum sem og kynslóðaskiptum á vinnumarkaði. Það er frábært að fá Ásdísi Eir sem formann félagsins á þessum tímum, hún þekkir félagið vel og er öflugur kandídat til að leiða það inn í nýja tíma“ segir Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs. Á aðalfundi félagsins var einnig kosin ný stjórn en hana skipa auk Ásdísar: Adriana K. Pétursdóttir, leiðtogi í starfsmannaþjónustu Rio Tinto á Íslandi, Hildur Elín Vignir, Framkvæmdastjóri Iðunar Fræðsluseturs, Hróar Hugosson, Mannauðsstjóri Matís, Íris Sigtryggsdóttir, fræðslustjóri Advania og Margrét Jónsdóttir, Mannauðsstjóri Acranum Fjallaleiðsögumanna. Vistaskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Ásdís Eir Símonardóttir var kjörin formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, á aðalfundi félagsins í gær. Ásdís tekur við embættinu af Brynjari Má Brynjólfssyni, mannauðsstjóra RB, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin tvö ár. Hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu að því er segir í tilkynningu. Ásdís Eir starfar í dag sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er með M.S gráðu í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands og B.S gráðu í sálfræði frá sama skóla. Ásdís Eir hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 og hefur frá þeim tíma sinnt mannauðsráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda OR og dótturfélaganna Orku Náttúrunnar og CarbFix. Áður starfaði Ásdís sem sérfræðingur á mannauðssviði Tollstjóra. Mannauður er félag mannauðsfólks á Íslandi sem telur nær 400 félagsmenn og fer ört fjölgandi. Markmið og hlutverk félagsins er að efla fagmennsku mannauðsstjórnunar í þágu íslensks atvinnulífs með virkri þátttöku í umræðu um mannauðsmál. Uppruna félagsins má rekja til klúbbs starfsmannastjóra sem stofnaður var á tíunda áratugnum en þróaðist síðan yfir í félag fyrir alla mannauðsstjóra og síðar alls mannauðsfólks og ráðgjafa sem starfa við mannauðsmál á Íslandi „Félagið hefur eflst og stækkað um meira en helming á síðustu 3 árum og má meðal annars þakka það öflugu starfi stjórnar hverju sinni. Mannauðsfólk út um allan heim stendur frammi fyrir gríðarlega miklum áskorunum sem fylgja bæði tækniframförum sem og kynslóðaskiptum á vinnumarkaði. Það er frábært að fá Ásdísi Eir sem formann félagsins á þessum tímum, hún þekkir félagið vel og er öflugur kandídat til að leiða það inn í nýja tíma“ segir Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs. Á aðalfundi félagsins var einnig kosin ný stjórn en hana skipa auk Ásdísar: Adriana K. Pétursdóttir, leiðtogi í starfsmannaþjónustu Rio Tinto á Íslandi, Hildur Elín Vignir, Framkvæmdastjóri Iðunar Fræðsluseturs, Hróar Hugosson, Mannauðsstjóri Matís, Íris Sigtryggsdóttir, fræðslustjóri Advania og Margrét Jónsdóttir, Mannauðsstjóri Acranum Fjallaleiðsögumanna.
Vistaskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira