Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann Árni Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2020 22:19 Brynjar Þór Björnsson er lykilmaður í liði KR. vísir/bára KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15