Er Suðurland ekki hluti af landsbyggðinni? 8. febrúar 2020 12:30 Eva Björk Harðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum. Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum.
Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira