Er Suðurland ekki hluti af landsbyggðinni? 8. febrúar 2020 12:30 Eva Björk Harðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum. Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum.
Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira