Innleiðir styðjandi samfélag og verður heilavinabær Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05
Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00
„Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00