Evrópsk stórlið á eftir leikmanni Crystal Palace Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 23:00 Mun Zaha loks yfirgefa Palace í sumar? Catherine Ivill/Getty Images Það er nær öruggt að Wilfried Zaha – vængmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace – verður ekki í herbúðum félagsins mikið lengur. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Tottenham Hotspur, Arsenal og Everton undanfarna mánuði en nú virðist sem ýmis stórlið víðsvegar um Evrópu hafi áhuga á leikmanninum. Palace ku hafa neitað tilboðum upp á 80 milljónir punda í leikmanninn síðasta sumar. Samningur hins 27 ára gamla Zaha rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2023 og því gæti Palace enn fengið dágóða summu fyrir þennan margslungna leikmann. Most successful dribbles in Europe's top five leagues in the last two seasons: Leo Messi - 316 Wilfried Zaha - 276 Allan Saint-Maximin - 264 Dortmund, PSG and Monaco are reportedly interested in Zaha pic.twitter.com/GrQ4jbw2LC— WhoScored.com (@WhoScored) August 17, 2020 Er talið að þýska stórliðið Borussia Dortmund hafi áhuga á því að fá Zaha í sínar raðir. Sömu sögu er að segja af frönsku félögunum Monaco og Paris Saint-Germain. Liðin þurfa þó að hafa hraðar hendur þar sem næsta tímabil er handan við hornið. Zaha hefur nær allan sinn feril leikið fyrir Crystal Palace en hann fór þó til Manchester United á sínum tíma. Gekk sú dvöl ekki upp en hann hefur samt sem áður verið einn allra besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og nánast haldið Palace uppi einn síns liðs. Zaha hefur alls leikið 362 deildar- og bikarleiki fyrir Palace. Í þeim hefur hann skorað 57 mörk, lagt upp önnur 70 ásamt því að næla sér í 58 gul spjöld sem verður að teljast afrek fyrir mann sem leikur á vængnum eða upp á topp. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Það er nær öruggt að Wilfried Zaha – vængmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace – verður ekki í herbúðum félagsins mikið lengur. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Tottenham Hotspur, Arsenal og Everton undanfarna mánuði en nú virðist sem ýmis stórlið víðsvegar um Evrópu hafi áhuga á leikmanninum. Palace ku hafa neitað tilboðum upp á 80 milljónir punda í leikmanninn síðasta sumar. Samningur hins 27 ára gamla Zaha rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2023 og því gæti Palace enn fengið dágóða summu fyrir þennan margslungna leikmann. Most successful dribbles in Europe's top five leagues in the last two seasons: Leo Messi - 316 Wilfried Zaha - 276 Allan Saint-Maximin - 264 Dortmund, PSG and Monaco are reportedly interested in Zaha pic.twitter.com/GrQ4jbw2LC— WhoScored.com (@WhoScored) August 17, 2020 Er talið að þýska stórliðið Borussia Dortmund hafi áhuga á því að fá Zaha í sínar raðir. Sömu sögu er að segja af frönsku félögunum Monaco og Paris Saint-Germain. Liðin þurfa þó að hafa hraðar hendur þar sem næsta tímabil er handan við hornið. Zaha hefur nær allan sinn feril leikið fyrir Crystal Palace en hann fór þó til Manchester United á sínum tíma. Gekk sú dvöl ekki upp en hann hefur samt sem áður verið einn allra besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og nánast haldið Palace uppi einn síns liðs. Zaha hefur alls leikið 362 deildar- og bikarleiki fyrir Palace. Í þeim hefur hann skorað 57 mörk, lagt upp önnur 70 ásamt því að næla sér í 58 gul spjöld sem verður að teljast afrek fyrir mann sem leikur á vængnum eða upp á topp.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira