Þór/KA stelpurnar stoppuðu á miðri leið á heimleiðinni í gær og óðu út í á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 12:31 Arna Sif Ásgrímsdóttir og félagar í Þór/KA fagna hér marki hjá liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Vísir/Bára Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira