Þjálfararnir tveir frá Skaganum hafa fengið meira en helming spjaldanna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:00 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, missti stjórn á skapi sínu í gær. Vísir/Daníel Þór Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Sjá meira
Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00