Klopp útilokar ekki að Liverpool starfið verði hans síðasta á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 09:00 Jürgen Klopp með Englandsbikarinn og meistaragullið eftir sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Paul Ellis Stuðningsmenn Liverpool vilja helst aldrei upplifa þann dag þegar Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri félagsins. Sá dagur mun hins vegar örugglega renna upp og væntanlega eftir tæp fjögur ár. Jürgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool liðið sem varð undir hans stjórn Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða á rúmu ári. Jürgen Klopp tók við liði Liverpool 2015 og hefur síðan búið til frábært lið á Anfield. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2024 og hann ætlar ekki að endurnýja hann eins og staðan er núna. „Ég mun taka mér ársfrí og þá mun ég spyrja sjálfan mig um það hvort ég sakni fótboltans. Ef ég sakna hans ekki þá verður það síðasta sem við sjáum af þjálfaranum Jürgen Klopp,“ sagði Jürgen Klopp við þýska blaðið Sportbuzzer. INTERVIEW | #LFC-Trainer Jürgen #Klopp exklusiv: "Wir haben gerade erst angefangen mit dem Gewinnen" https://t.co/TO6hAGc0Tw pic.twitter.com/VlUMBZ1Lf5— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) August 17, 2020 Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Klopp taki þá við þýska landsliðinu eða snúi heim til Þýskalands og taki við Bayern Münhcen. Staða mála á báðum þeim vígstöðvum mun örugglega ráða miklu um hversu mikil pressa verður á það. Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í sumar en næsta tímabil fer af stað 12. september næstkomandi. Klopp lítur ekki svo á að Liverpool liðið sé að fara að verja titilinn. „Við erum ekki að verja neinn titil. Við viljum vinna nýja titla af því að við erum nýbyrjaðir að vinna titla,“ sagði Jürgen Klopp „Allt liðið hlakkar til að byrja tímabilið og við viljum gera enn betur. Við munum elta mótherja og boltann út um allan völl. Við viljum verða pirrandi liðið sem kemur í veg fyrir að mótherjar okkar skemmti sér inn á vellinum," sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool vilja helst aldrei upplifa þann dag þegar Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri félagsins. Sá dagur mun hins vegar örugglega renna upp og væntanlega eftir tæp fjögur ár. Jürgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool liðið sem varð undir hans stjórn Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða á rúmu ári. Jürgen Klopp tók við liði Liverpool 2015 og hefur síðan búið til frábært lið á Anfield. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2024 og hann ætlar ekki að endurnýja hann eins og staðan er núna. „Ég mun taka mér ársfrí og þá mun ég spyrja sjálfan mig um það hvort ég sakni fótboltans. Ef ég sakna hans ekki þá verður það síðasta sem við sjáum af þjálfaranum Jürgen Klopp,“ sagði Jürgen Klopp við þýska blaðið Sportbuzzer. INTERVIEW | #LFC-Trainer Jürgen #Klopp exklusiv: "Wir haben gerade erst angefangen mit dem Gewinnen" https://t.co/TO6hAGc0Tw pic.twitter.com/VlUMBZ1Lf5— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) August 17, 2020 Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Klopp taki þá við þýska landsliðinu eða snúi heim til Þýskalands og taki við Bayern Münhcen. Staða mála á báðum þeim vígstöðvum mun örugglega ráða miklu um hversu mikil pressa verður á það. Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í sumar en næsta tímabil fer af stað 12. september næstkomandi. Klopp lítur ekki svo á að Liverpool liðið sé að fara að verja titilinn. „Við erum ekki að verja neinn titil. Við viljum vinna nýja titla af því að við erum nýbyrjaðir að vinna titla,“ sagði Jürgen Klopp „Allt liðið hlakkar til að byrja tímabilið og við viljum gera enn betur. Við munum elta mótherja og boltann út um allan völl. Við viljum verða pirrandi liðið sem kemur í veg fyrir að mótherjar okkar skemmti sér inn á vellinum," sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira