Klopp útilokar ekki að Liverpool starfið verði hans síðasta á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 09:00 Jürgen Klopp með Englandsbikarinn og meistaragullið eftir sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Paul Ellis Stuðningsmenn Liverpool vilja helst aldrei upplifa þann dag þegar Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri félagsins. Sá dagur mun hins vegar örugglega renna upp og væntanlega eftir tæp fjögur ár. Jürgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool liðið sem varð undir hans stjórn Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða á rúmu ári. Jürgen Klopp tók við liði Liverpool 2015 og hefur síðan búið til frábært lið á Anfield. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2024 og hann ætlar ekki að endurnýja hann eins og staðan er núna. „Ég mun taka mér ársfrí og þá mun ég spyrja sjálfan mig um það hvort ég sakni fótboltans. Ef ég sakna hans ekki þá verður það síðasta sem við sjáum af þjálfaranum Jürgen Klopp,“ sagði Jürgen Klopp við þýska blaðið Sportbuzzer. INTERVIEW | #LFC-Trainer Jürgen #Klopp exklusiv: "Wir haben gerade erst angefangen mit dem Gewinnen" https://t.co/TO6hAGc0Tw pic.twitter.com/VlUMBZ1Lf5— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) August 17, 2020 Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Klopp taki þá við þýska landsliðinu eða snúi heim til Þýskalands og taki við Bayern Münhcen. Staða mála á báðum þeim vígstöðvum mun örugglega ráða miklu um hversu mikil pressa verður á það. Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í sumar en næsta tímabil fer af stað 12. september næstkomandi. Klopp lítur ekki svo á að Liverpool liðið sé að fara að verja titilinn. „Við erum ekki að verja neinn titil. Við viljum vinna nýja titla af því að við erum nýbyrjaðir að vinna titla,“ sagði Jürgen Klopp „Allt liðið hlakkar til að byrja tímabilið og við viljum gera enn betur. Við munum elta mótherja og boltann út um allan völl. Við viljum verða pirrandi liðið sem kemur í veg fyrir að mótherjar okkar skemmti sér inn á vellinum," sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool vilja helst aldrei upplifa þann dag þegar Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri félagsins. Sá dagur mun hins vegar örugglega renna upp og væntanlega eftir tæp fjögur ár. Jürgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool liðið sem varð undir hans stjórn Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða á rúmu ári. Jürgen Klopp tók við liði Liverpool 2015 og hefur síðan búið til frábært lið á Anfield. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2024 og hann ætlar ekki að endurnýja hann eins og staðan er núna. „Ég mun taka mér ársfrí og þá mun ég spyrja sjálfan mig um það hvort ég sakni fótboltans. Ef ég sakna hans ekki þá verður það síðasta sem við sjáum af þjálfaranum Jürgen Klopp,“ sagði Jürgen Klopp við þýska blaðið Sportbuzzer. INTERVIEW | #LFC-Trainer Jürgen #Klopp exklusiv: "Wir haben gerade erst angefangen mit dem Gewinnen" https://t.co/TO6hAGc0Tw pic.twitter.com/VlUMBZ1Lf5— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) August 17, 2020 Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Klopp taki þá við þýska landsliðinu eða snúi heim til Þýskalands og taki við Bayern Münhcen. Staða mála á báðum þeim vígstöðvum mun örugglega ráða miklu um hversu mikil pressa verður á það. Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í sumar en næsta tímabil fer af stað 12. september næstkomandi. Klopp lítur ekki svo á að Liverpool liðið sé að fara að verja titilinn. „Við erum ekki að verja neinn titil. Við viljum vinna nýja titla af því að við erum nýbyrjaðir að vinna titla,“ sagði Jürgen Klopp „Allt liðið hlakkar til að byrja tímabilið og við viljum gera enn betur. Við munum elta mótherja og boltann út um allan völl. Við viljum verða pirrandi liðið sem kemur í veg fyrir að mótherjar okkar skemmti sér inn á vellinum," sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira