Seldi efni í átta þúsund fjölnota grímur í forsölu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2020 21:00 Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira