Tvær stærstu stjörnur Víkinga spila ekki í kvöld vegna ástandsins á grasinu í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 09:30 Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen með bikarinn sem þeir unnu með Víkingum. Með þeim á myndinni er Halldór Smári Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Víkingar verða án tveggja sinna reyndustu og bestu leikmanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvöld en þetta staðfestir þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru samt báðir leikfærir. Fréttablaðið segir frá því að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, munu ekki spila með bikarmeisturum Víkings vegna meiðslahættu á skraufþurru gervigrasinu í Egilshöll. Víkingur spilar við Íslandsmeistara KR sem hefur misst tvo í alvarleg meiðsli á gervigrasinu sem er fjögurra ára gamalt og samkvæmt þjálfurum liðanna er úr sér gengið. Því er skipuleggjandi mótsins ekki sammála. „Kári og Sölvi fá frí frá grasinu. Egilshöllin er fín þegar veður leyfir ekki annað. Þá er fínt að fara inn og spila leiki en um leið og veður og aðstæður leyfa þá þarf að vera sveigjanleiki til að færa leiki,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við Fréttablaðið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli „Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Leikmennirnir eru Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, og hafa þeir báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði. Þá er Finnur Tómas Pálmason einnig meiddur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu með skoska félaginu Rangers. Steinn Halldórsson, verkefnastjóri hjá ÍBR, segir aðspurður um grasið í Egilshöll að sé nýlegt. „Það er í góðu ásigkomulagi. Það stendur í mótsreglunum að leikirnir skulu fara fram í Egilshöll. Það er búið að borga fullt af peningum fyrir að hafa þetta þarna inni,“ sagði Steinn Halldórsson í viðtalinu við Fréttablaðið. Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni í kvöld. KR og Víkingur R. mætast klukkan 19.00 og strax á eftir þeim leik mætast Valur og Fjölnir klukkan 21.00.Það má sjá alla fréttina hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Víkingar verða án tveggja sinna reyndustu og bestu leikmanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvöld en þetta staðfestir þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru samt báðir leikfærir. Fréttablaðið segir frá því að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, munu ekki spila með bikarmeisturum Víkings vegna meiðslahættu á skraufþurru gervigrasinu í Egilshöll. Víkingur spilar við Íslandsmeistara KR sem hefur misst tvo í alvarleg meiðsli á gervigrasinu sem er fjögurra ára gamalt og samkvæmt þjálfurum liðanna er úr sér gengið. Því er skipuleggjandi mótsins ekki sammála. „Kári og Sölvi fá frí frá grasinu. Egilshöllin er fín þegar veður leyfir ekki annað. Þá er fínt að fara inn og spila leiki en um leið og veður og aðstæður leyfa þá þarf að vera sveigjanleiki til að færa leiki,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við Fréttablaðið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli „Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Leikmennirnir eru Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, og hafa þeir báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði. Þá er Finnur Tómas Pálmason einnig meiddur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu með skoska félaginu Rangers. Steinn Halldórsson, verkefnastjóri hjá ÍBR, segir aðspurður um grasið í Egilshöll að sé nýlegt. „Það er í góðu ásigkomulagi. Það stendur í mótsreglunum að leikirnir skulu fara fram í Egilshöll. Það er búið að borga fullt af peningum fyrir að hafa þetta þarna inni,“ sagði Steinn Halldórsson í viðtalinu við Fréttablaðið. Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni í kvöld. KR og Víkingur R. mætast klukkan 19.00 og strax á eftir þeim leik mætast Valur og Fjölnir klukkan 21.00.Það má sjá alla fréttina hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira