Óskar Hrafn vill ekki fjölga liðum í efstu deild: Myndi þynna deildina út Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2020 19:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. Hugmyndir hafa verið um að lengja Íslandsmótið og ÍA hefur lagt fram tillögu á ársþingi KSÍ sem fer fram í næsta mánuði. Þar setja þar fram tillögu um að fjölga liðum í efstu deild karla í áföngum; fyrst í fjórtán lið og svo síðar meir í sextán lið. Óskar Hrafn ræddi þetta við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ef eitthvað væri þá hefði ég viljað fá færri lið. Tíu lið og fjölga leikjum á einhvern annan hátt en að fjölga liðunum,“ sagði Óskar. „Reynslan hefur sýnt undanfarin ár að í tólf liða deild hafa verið lið sem hafa átt í miklu basli og hafa átt erfitt tímabil. Þar af leiðandi fallið með fá stig.“ „Ef við myndum fjölga þeim enn frekar er hætta að þetta myndi þynnast út. Ef við skoðum í kringum okkur, Danir vilja fara í tólf lið og flestar deildir eru þetta á bilinu 8-12 lið. Fæstar deildir fara yfir það.“ „Þó að það sé gaman fyrir alla að spila í efstu deild þá held ég að hugmyndin að fara í fjórtán lið myndi þynna deildina út.“ Hann segir þó að fjölga þyrfi leikjum svo leikmennirnir geta orðið betri en hvernig það eigi að gera það er hann ekki viss um. „Það væri ákjósanlegt. Ég held að allir séu sammála því að þeir vilja fleiri leiki. Ég er ekki viss hver sé nákvæmlega besta leiðin; hvort að það sé í þrefalda umferð eða tvöfalda umferð og útsláttarkeppni.“ „Svo eru aðrir sem vilja fjölga og fara upp í sextán lið á tíma. Ef maður horfir til sögunnar þá hefði ég áhyggjur að því að gæðin yrði ekki nógu góð.“ „Það þarf hins vegar að fjölga leikjum og lengja tímabilið og búa til leiki sem skipta máli.“ Hann segir að ákjósanlegt væri að tímabilið yrði lengra, einnig leikmannanna vegna. „Ef tímabilið myndi byrja í byrjun mars og klárast í lok október þá yrði einbeiting leikmanna betri þegar keppnistímabilið er í gangi. Alvaran er meiri,“ sagði Óskar. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. Hugmyndir hafa verið um að lengja Íslandsmótið og ÍA hefur lagt fram tillögu á ársþingi KSÍ sem fer fram í næsta mánuði. Þar setja þar fram tillögu um að fjölga liðum í efstu deild karla í áföngum; fyrst í fjórtán lið og svo síðar meir í sextán lið. Óskar Hrafn ræddi þetta við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ef eitthvað væri þá hefði ég viljað fá færri lið. Tíu lið og fjölga leikjum á einhvern annan hátt en að fjölga liðunum,“ sagði Óskar. „Reynslan hefur sýnt undanfarin ár að í tólf liða deild hafa verið lið sem hafa átt í miklu basli og hafa átt erfitt tímabil. Þar af leiðandi fallið með fá stig.“ „Ef við myndum fjölga þeim enn frekar er hætta að þetta myndi þynnast út. Ef við skoðum í kringum okkur, Danir vilja fara í tólf lið og flestar deildir eru þetta á bilinu 8-12 lið. Fæstar deildir fara yfir það.“ „Þó að það sé gaman fyrir alla að spila í efstu deild þá held ég að hugmyndin að fara í fjórtán lið myndi þynna deildina út.“ Hann segir þó að fjölga þyrfi leikjum svo leikmennirnir geta orðið betri en hvernig það eigi að gera það er hann ekki viss um. „Það væri ákjósanlegt. Ég held að allir séu sammála því að þeir vilja fleiri leiki. Ég er ekki viss hver sé nákvæmlega besta leiðin; hvort að það sé í þrefalda umferð eða tvöfalda umferð og útsláttarkeppni.“ „Svo eru aðrir sem vilja fjölga og fara upp í sextán lið á tíma. Ef maður horfir til sögunnar þá hefði ég áhyggjur að því að gæðin yrði ekki nógu góð.“ „Það þarf hins vegar að fjölga leikjum og lengja tímabilið og búa til leiki sem skipta máli.“ Hann segir að ákjósanlegt væri að tímabilið yrði lengra, einnig leikmannanna vegna. „Ef tímabilið myndi byrja í byrjun mars og klárast í lok október þá yrði einbeiting leikmanna betri þegar keppnistímabilið er í gangi. Alvaran er meiri,“ sagði Óskar. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira