Öflug skjálftahrina nærri Grindavík Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 22:30 Fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. vísir/vilhelm Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Einnig hafa fundist þó nokkrir eftirskjálftar á svæðinu. Engin merki sjást um gosóróa að sögn vakthafandi jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Annar skjálfti mældist klukkan 22:22 að stærð 4,0 og sá þriðji mældist 21:45 sem var 3,4 að stærð. Upptök þeirra eru fjórir til fimm kílómetrar norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu og hafa tilkynningar um skjálftann borist Veðurstofunni frá höfuðborgarsvæðinu og allt norður að Akranesi. Um er að ræða stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu frá því að skjálftahrina hófst þar 21. janúar síðastliðinn. Talsverð eftirskjálftavirkni er á svæðinu og búast má við að hún haldi eitthvað áfram. Áframhaldandi jarðskjálftavirkni hefur mælst í nágrenni við Grindavík í dag og kvöld en smá hrina hófst rétt fyrir hádegi þar sem að stærsti skjálftinn mældist 2,5 að stærð kl. 11:17. Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust einnig nærri Grindavík á miðvikudag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu og að áfram finnist stærstu skjálftarnir í hrinunni í grennd við Grindavík. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:22. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06 Allir skjálftar frá miðnætti undir 2,0 að stærð Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðan um miðnætti við Grindavík og hafa þeir allir verið undir 2,0 að stærð. Enn mælist landris vestan við Þorbjörn. 31. janúar 2020 08:43 Landrisið við Grindavík komið í fjóra sentímetra á tíu dögum Land hefur haldið áfram að rísa við Grindavík í dag og mælist landrisið nú fjórir sentímetrar frá því umbrotahrinan í Eldvörpum og Svartsengi hófst fyrir tíu dögum. 31. janúar 2020 20:22 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Einnig hafa fundist þó nokkrir eftirskjálftar á svæðinu. Engin merki sjást um gosóróa að sögn vakthafandi jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Annar skjálfti mældist klukkan 22:22 að stærð 4,0 og sá þriðji mældist 21:45 sem var 3,4 að stærð. Upptök þeirra eru fjórir til fimm kílómetrar norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu og hafa tilkynningar um skjálftann borist Veðurstofunni frá höfuðborgarsvæðinu og allt norður að Akranesi. Um er að ræða stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu frá því að skjálftahrina hófst þar 21. janúar síðastliðinn. Talsverð eftirskjálftavirkni er á svæðinu og búast má við að hún haldi eitthvað áfram. Áframhaldandi jarðskjálftavirkni hefur mælst í nágrenni við Grindavík í dag og kvöld en smá hrina hófst rétt fyrir hádegi þar sem að stærsti skjálftinn mældist 2,5 að stærð kl. 11:17. Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust einnig nærri Grindavík á miðvikudag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu og að áfram finnist stærstu skjálftarnir í hrinunni í grennd við Grindavík. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:22.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06 Allir skjálftar frá miðnætti undir 2,0 að stærð Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðan um miðnætti við Grindavík og hafa þeir allir verið undir 2,0 að stærð. Enn mælist landris vestan við Þorbjörn. 31. janúar 2020 08:43 Landrisið við Grindavík komið í fjóra sentímetra á tíu dögum Land hefur haldið áfram að rísa við Grindavík í dag og mælist landrisið nú fjórir sentímetrar frá því umbrotahrinan í Eldvörpum og Svartsengi hófst fyrir tíu dögum. 31. janúar 2020 20:22 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06
Allir skjálftar frá miðnætti undir 2,0 að stærð Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðan um miðnætti við Grindavík og hafa þeir allir verið undir 2,0 að stærð. Enn mælist landris vestan við Þorbjörn. 31. janúar 2020 08:43
Landrisið við Grindavík komið í fjóra sentímetra á tíu dögum Land hefur haldið áfram að rísa við Grindavík í dag og mælist landrisið nú fjórir sentímetrar frá því umbrotahrinan í Eldvörpum og Svartsengi hófst fyrir tíu dögum. 31. janúar 2020 20:22
Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56