Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kippir sér ekki mikið upp við söngva stuðningsmanna Liverpool sem heyrðust í sigrinum gegn Man. United í gær.
Stuðningsmennirnir sungu stanslaust undir lok leiksins að liðið væri að fara vinna deildina en þetta er í fyrsta sinn sem stuðningsmennirnir byrja syngja þennan söng á leiktíðinni.
And now you're gonna believe us... We're gonna win the league#LFCpic.twitter.com/ZArQU5Crko
— Red Marauder (@The_Pesky_Red) January 19, 2020
Liverpool færðist með sigrinum í gær nær Englandsmeistaratitlinum em liðið hefur ekki unnið í 30 ár. Liðið er með sextán stiga forskot og á leik til góða.
„Þeir geta sungið hvað sem er, fyrir utan mitt nafn, þangað til leikurinn er búinn. Ég er ekki kominn hingað til að stýra því hvað þeir syngja. Ef þeir væru ekki í góðu skapi núna væri það mjög skrýtið,“ sagði Klopp í leikslok.
„Það sem ég get sagt er að við munum halda áfram að leggja á okkur og auðvitað er jákvætt andrúmsloft en ég þarf að halda sjálfum mér einbeittum.“
"They can sing whatever they want, apart from my name, before the game is finished! I am not here to dictate what they have to sing. If our fans would not be in a good mood now, that would be really strange!"
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 20, 2020
„Við spilum aftur á fimmtudaginn gegn Wolves og til þess að vera hreinskilinn er ég bara einbeittur á þann leik en ekkert annað. Auðvitað leyfum við þeim að dreyma og syngja það sem þeir vilja svo lengi sem þeir styðja okkur.“
„Þeir sungu þetta nokkrum sinnum á síðustu leiktíð og þetta er ekkert vandamál. Við erum í sömu stöðu og fyrir þennan leik nema með þremur stigum meira. Ekkert annað hefur breyst.“
„Ég veit ekki hvort að einhver muni ná okkur. Fyrst og fremst er þetta enska úrvalsdeildin svo á fimmtudaginn spilum við gegn Wolves. Afhverju ætti ég að hugsa um eitthvað annað en það?“.