Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 08:30 Guðmundur í viðtali í gær. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. Í kvöld bíður liðsins risaverkefni er strákarnir spila við Noreg sem er með eitt besta landslið heims og margir spá Evrópumeistaratitli. „Ég byrjaði á fundinum strax í morgun að tala um hvað það hefði verið sem skilaði okkur sigri gegn Portúgal. Þá var ég ekki endilega að tala um leikaðferðirnar heldur hvernig við komum innstilltir í leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Þetta er það sem við þurfum að halda í. Það er svo mikilvægt að núllstilla þig á vissan hátt en halda samt í það sem var frábært í síðasta leik. Út á það gengur þetta mjög mikið.“ Guðmundur og félagar hans, Gunnar Magnússon og Einar Andri Einarsson, eru lúsiðnir sem fyrr og voru auðvitað strax farnir í að skoða Norðmenn. „Þetta lið var í úrslitum á tveimur síðustu heimsmeistaramótum og hefur verið mjög framarlega í heiminum undanfarin sex ár. Þeir eru að mínu mati eitt af þremur bestu landsliðum heims. Þetta er hörkuverkefni en ég hlakka til að takast á við það,“ segir Guðmundur ákveðinn og hvergi banginn. „Vonandi gengur okkar leikáætlun upp. Við erum með ákveðnar áherslur. Þróunin hjá okkur er að við erum með nákvæm leikplön á móti mismunandi andstæðingum. Við höfum legið yfir þessu og ég er með frábæra menn í Gunna og Einari. Tomas sér svo um markmennina. Þetta er þrotlaus vinna.“ Ekkert lið er ósigrandi segir Guðmundur og hann ætlar að leggja sitt af mörkum í von um að Noregur tapi loksins leik á EM í kvöld. „Við förum óhræddir inn í leikinn þó svo við séum ekki sigurstranglegri. Við vorum það heldur ekki gegn Dönum en við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að vinna þá.“ Klippa: Guðmundur um Noregsleikinn EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. Í kvöld bíður liðsins risaverkefni er strákarnir spila við Noreg sem er með eitt besta landslið heims og margir spá Evrópumeistaratitli. „Ég byrjaði á fundinum strax í morgun að tala um hvað það hefði verið sem skilaði okkur sigri gegn Portúgal. Þá var ég ekki endilega að tala um leikaðferðirnar heldur hvernig við komum innstilltir í leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Þetta er það sem við þurfum að halda í. Það er svo mikilvægt að núllstilla þig á vissan hátt en halda samt í það sem var frábært í síðasta leik. Út á það gengur þetta mjög mikið.“ Guðmundur og félagar hans, Gunnar Magnússon og Einar Andri Einarsson, eru lúsiðnir sem fyrr og voru auðvitað strax farnir í að skoða Norðmenn. „Þetta lið var í úrslitum á tveimur síðustu heimsmeistaramótum og hefur verið mjög framarlega í heiminum undanfarin sex ár. Þeir eru að mínu mati eitt af þremur bestu landsliðum heims. Þetta er hörkuverkefni en ég hlakka til að takast á við það,“ segir Guðmundur ákveðinn og hvergi banginn. „Vonandi gengur okkar leikáætlun upp. Við erum með ákveðnar áherslur. Þróunin hjá okkur er að við erum með nákvæm leikplön á móti mismunandi andstæðingum. Við höfum legið yfir þessu og ég er með frábæra menn í Gunna og Einari. Tomas sér svo um markmennina. Þetta er þrotlaus vinna.“ Ekkert lið er ósigrandi segir Guðmundur og hann ætlar að leggja sitt af mörkum í von um að Noregur tapi loksins leik á EM í kvöld. „Við förum óhræddir inn í leikinn þó svo við séum ekki sigurstranglegri. Við vorum það heldur ekki gegn Dönum en við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að vinna þá.“ Klippa: Guðmundur um Noregsleikinn
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00
Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30
Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08
Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00
Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55