Björgvin Páll: Síðasta ár gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 12:30 Björgvin Páll einlægur í viðtali við íþróttadeild. vísir/andri marinó Björgvin Páll Gústavsson brotnaði niður á síðasta stórmóti og gekk í gegnum mikið síðasta árið. Hann hefur komið sterkari til baka á EM þar sem hann hefur verið frábær. „Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að detta út úr liðinu og þjálfarinn velur þá sem eru bestir hverju sinni. Það er hollt fyrir alla. Ég þurfti líka að kúpla mig út og hugsa aðeins um sjálfan mig. Það var hollt fyrir mig og liðið að ég færi aðeins út,“ segir Björgvin Páll en hann lagði allt á borðið í bók sinni, Án filters, sem kom út fyrir jólin. Hann er því mættur endurnærður. „Þetta hjálpaði mér mikið og bókin kom eftir að ég brotlenti á síðasta móti. Allt ferlið gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni. Ég er með þykkari skráp núna. Ég er á stað þar sem mér líður betur á vellinum og það er skemmtilegra. Ég er að njóta mín miklu meira.“ Björgvin hefur alltaf verið einn af sterkari karakterum liðsins og maður tekur eftir því að það er meira gaman hjá honum núna eftir allt sem á undan er gengið. „Þetta er allt bara ástríða og gleði. Ég er mikil tilfinningavera og næ að halda ró minni. Ég er að halda orkunni í skefjum og er ekki að eyða henni í rugl. Tomas Svensson markmannsþjálfari gerir vel í að halda mér á jörðinni og Gunni líka,“ segir markvörðurinn en þeir sem efuðust um að það hafi verið rétt að taka Björgvin með á mótið hafa fengið að éta hatt sinn. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur og gaman að sjá Viktor Gísla standa sig svona vel. Það gefur mér mikið. Hann er yndisleg manneskja og við bökkum hvorn annan vel upp.“ Markvörðurinn ákvað líka fyrir jól að koma heim næsta sumar og það virðist einnig hafa haft jákvæð áhrif á hann. „Ég varð betri markmaður síðast heima og ég á án gríns tíu plús ár eftir ef skrokkurinn leyfir og mér líður að það verði þannig. Mér líður betur andlega á vellinum sem og utan vallar og ég fæ alls konar pepp sem gefur mér góða orku.“ Eftir tapið gegn Slóveníu náðu strákarnir að hlaða rafhlöðurnar og komu mjög kröftugir í leikinn gegn Portúgal. „Tapleikirnir voru ekki lélegir en í Slóvenaleiknum held ég að við höfum farið að efast um hvað við erum ógeðslega góðir. Er við erum andlega rétt stilltir þá erum við virkilega góðir. Við erum að stilla strengina og ef liðið væri í svona einn og hálfan mánuð þá værum við helvíti góðir í restina,“ segir Björgvin léttur. Klippa: Árið sem breytti Björgvini Páli EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson brotnaði niður á síðasta stórmóti og gekk í gegnum mikið síðasta árið. Hann hefur komið sterkari til baka á EM þar sem hann hefur verið frábær. „Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að detta út úr liðinu og þjálfarinn velur þá sem eru bestir hverju sinni. Það er hollt fyrir alla. Ég þurfti líka að kúpla mig út og hugsa aðeins um sjálfan mig. Það var hollt fyrir mig og liðið að ég færi aðeins út,“ segir Björgvin Páll en hann lagði allt á borðið í bók sinni, Án filters, sem kom út fyrir jólin. Hann er því mættur endurnærður. „Þetta hjálpaði mér mikið og bókin kom eftir að ég brotlenti á síðasta móti. Allt ferlið gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni. Ég er með þykkari skráp núna. Ég er á stað þar sem mér líður betur á vellinum og það er skemmtilegra. Ég er að njóta mín miklu meira.“ Björgvin hefur alltaf verið einn af sterkari karakterum liðsins og maður tekur eftir því að það er meira gaman hjá honum núna eftir allt sem á undan er gengið. „Þetta er allt bara ástríða og gleði. Ég er mikil tilfinningavera og næ að halda ró minni. Ég er að halda orkunni í skefjum og er ekki að eyða henni í rugl. Tomas Svensson markmannsþjálfari gerir vel í að halda mér á jörðinni og Gunni líka,“ segir markvörðurinn en þeir sem efuðust um að það hafi verið rétt að taka Björgvin með á mótið hafa fengið að éta hatt sinn. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur og gaman að sjá Viktor Gísla standa sig svona vel. Það gefur mér mikið. Hann er yndisleg manneskja og við bökkum hvorn annan vel upp.“ Markvörðurinn ákvað líka fyrir jól að koma heim næsta sumar og það virðist einnig hafa haft jákvæð áhrif á hann. „Ég varð betri markmaður síðast heima og ég á án gríns tíu plús ár eftir ef skrokkurinn leyfir og mér líður að það verði þannig. Mér líður betur andlega á vellinum sem og utan vallar og ég fæ alls konar pepp sem gefur mér góða orku.“ Eftir tapið gegn Slóveníu náðu strákarnir að hlaða rafhlöðurnar og komu mjög kröftugir í leikinn gegn Portúgal. „Tapleikirnir voru ekki lélegir en í Slóvenaleiknum held ég að við höfum farið að efast um hvað við erum ógeðslega góðir. Er við erum andlega rétt stilltir þá erum við virkilega góðir. Við erum að stilla strengina og ef liðið væri í svona einn og hálfan mánuð þá værum við helvíti góðir í restina,“ segir Björgvin léttur. Klippa: Árið sem breytti Björgvini Páli
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00
Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30
Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða