Töluð hrein vestfirska á íbúafundum á Flateyri og Suðureyri Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 21:42 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira