Danir þeir einu sem hafa unnið Norðmenn á síðustu tveimur stórmótum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 13:00 Norðmaðurinn Sander Sagosen með Frakkanum Nikola Karabatic. Tveir frábærir handboltamenn. EPA-EFE/Ole Martin Wold Norska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið alla fimm leiki sína á þessu Evrópumóti og í dag er komið að íslensku strákunum að reyna að enda þessa sigurgöngu norska liðsins. Íslenska landsliðið mun reyna að leika það eftir sem aðeins einu landsliði hefur tekist á stórmótum síðustu tveggja ára. Norðmenn eru á góðri leið inn í undanúrslitin á öðru stórmótinu í röð en þeir urðu í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra. Þar með er ekki öll afrekaskrá liðsins upptalinn því norska liðið hefur verið áberandi á stórmótum allt frá árinu 2016. Norska liðið vann 2 af 3 leikjum sínum í milliriðli á EM fyrir tveimur árum en það skilaði þó liðinu ekki meiru en sjöunda sæti. Tapleikir liðsins í mótinu komu á móti Frökkum (riðlakeppni) og Króötum (milliriðill) og norska liðið fékk jafnmörg stig í milliriðli og Svíar sem fóru í undanúrslitin. Norðmenn stóðu hins vegar verst af þremur liðum með sex stig og urðu í fjórða sæti í sínum milliriðil. Norska liðið var því ótrúlega nálægt leikjum um verðlaun á því móti líka. Þeir voru síðan í úrslitaleik HM árið 2017 og töpuðu leiknum um þriðja sætið á EM 2016. Við erum því að tala um á fjórum síðustu stórmótum hefur norska karlalandsliðið í handbolta verið meðal bestu liða. Á síðustu tveimur stórmótum, HM 2019 og EM 2020, hefur norska liðið aðeins tapað tveimur leikjum og komu bæði þessi töp á móti verðandi heimsmeisturum Dana. Danir unnu Norðmenn bæði í riðlinum og síðan í sjálfum úrslitaleiknum um heimsmeistaratitilinn. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr leikjum Noregs á síðustu tveimur stórmótum og þar má sjá marga sannfærandi sigra liðsins.Leikir Norðmanna á síðustu tveimur stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019: 10 marka sigur á Túnis (34-24) 19 marka sigur á Sádí Arabíu (40-21) 10 marka sigur á Austurríki (34-24) 21 marks sigur á Síle (41-20)4 marka tap fyrir Danmörku (26-30) 4 marka sigur á Egyptalandi (32-28) 3 marka sigur á Svíþjóð (30-27) 9 marka sigur á Ungverjalandi (35-26) 6 marka sigur á Þýskalandi (31-25) - undanúrslit9 marka tap fyrir Dönum (22-31) - úrslitaleikurEM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020: 6 marka sigur á Bosníu (32-26) 2 marka sigur á Frakklandi (28-26) 6 marka sigur á Portúgal (34-28) 7 marka sigur á Ungverjalandi (36-29) 3 marka sigur á Svíþjóð (23-20)Samtals: 13 sigrar í 15 leikjumNorðmenn á síðustu fjórum stórmótum: HM 2019 - 2. sæti EM 2018 - 7. sæti HM 2017 - 2. sæti EM 2016 - 4. sæti EM 2020 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Norska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið alla fimm leiki sína á þessu Evrópumóti og í dag er komið að íslensku strákunum að reyna að enda þessa sigurgöngu norska liðsins. Íslenska landsliðið mun reyna að leika það eftir sem aðeins einu landsliði hefur tekist á stórmótum síðustu tveggja ára. Norðmenn eru á góðri leið inn í undanúrslitin á öðru stórmótinu í röð en þeir urðu í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra. Þar með er ekki öll afrekaskrá liðsins upptalinn því norska liðið hefur verið áberandi á stórmótum allt frá árinu 2016. Norska liðið vann 2 af 3 leikjum sínum í milliriðli á EM fyrir tveimur árum en það skilaði þó liðinu ekki meiru en sjöunda sæti. Tapleikir liðsins í mótinu komu á móti Frökkum (riðlakeppni) og Króötum (milliriðill) og norska liðið fékk jafnmörg stig í milliriðli og Svíar sem fóru í undanúrslitin. Norðmenn stóðu hins vegar verst af þremur liðum með sex stig og urðu í fjórða sæti í sínum milliriðil. Norska liðið var því ótrúlega nálægt leikjum um verðlaun á því móti líka. Þeir voru síðan í úrslitaleik HM árið 2017 og töpuðu leiknum um þriðja sætið á EM 2016. Við erum því að tala um á fjórum síðustu stórmótum hefur norska karlalandsliðið í handbolta verið meðal bestu liða. Á síðustu tveimur stórmótum, HM 2019 og EM 2020, hefur norska liðið aðeins tapað tveimur leikjum og komu bæði þessi töp á móti verðandi heimsmeisturum Dana. Danir unnu Norðmenn bæði í riðlinum og síðan í sjálfum úrslitaleiknum um heimsmeistaratitilinn. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr leikjum Noregs á síðustu tveimur stórmótum og þar má sjá marga sannfærandi sigra liðsins.Leikir Norðmanna á síðustu tveimur stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019: 10 marka sigur á Túnis (34-24) 19 marka sigur á Sádí Arabíu (40-21) 10 marka sigur á Austurríki (34-24) 21 marks sigur á Síle (41-20)4 marka tap fyrir Danmörku (26-30) 4 marka sigur á Egyptalandi (32-28) 3 marka sigur á Svíþjóð (30-27) 9 marka sigur á Ungverjalandi (35-26) 6 marka sigur á Þýskalandi (31-25) - undanúrslit9 marka tap fyrir Dönum (22-31) - úrslitaleikurEM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020: 6 marka sigur á Bosníu (32-26) 2 marka sigur á Frakklandi (28-26) 6 marka sigur á Portúgal (34-28) 7 marka sigur á Ungverjalandi (36-29) 3 marka sigur á Svíþjóð (23-20)Samtals: 13 sigrar í 15 leikjumNorðmenn á síðustu fjórum stórmótum: HM 2019 - 2. sæti EM 2018 - 7. sæti HM 2017 - 2. sæti EM 2016 - 4. sæti
EM 2020 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira