Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 10:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir samninganefnd félagsins hafa mætt vanvirðingu í kjaraviðræðum sínum við borgina. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56