Báðu um að flóðin yrðu hreinsuð í burtu til að auka öryggi Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2020 13:08 Snjóflóð féllu sitthvoru megin við varnargarðinn á Flateyri. Vísir/Egill Flateyringar fóru fram á að snjóflóðin tvö, sem eru sitthvoru megin við varnargarðana, verði hreinsuð til að minnka áhyggjur af frekari hættu fram á vorið. Þetta kom frá á íbúafundi þeirra í gær þar sem kvartað var undan vanbúnaði þorpsins eftir að heilsugæslunni var lokað. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, var einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs á fundinum í gær. Óttar er einn þeirra sem er í forsvari fyrir lýðskólann á Flateyri. Eftir að heilsugæslan hætti starfsemi þar tók lýðskólinn yfir húsnæði hennar. Er það í dag nýtt sem heimavist fyrir nemandur lýðskólans. Óttar benti á að lýðskólinn hefði boðið Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að leigja neðri hæð hússins en ekki hafi verið áhugi fyrir því. „Það kom í ljós að þorpið er skilið eftir vanbúið þegar heilsugæslustöðin hættir starfsemi hérna. Það vantar flest sem til þarf að bregðast við ef hætta steðjar að,“ segir Óttar. Þar á meðal voru engir sjúkrakassar á staðnum og hjartastuðtæki rafmagnslaust. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.Vísir Óttar benti á að það væri ekki óþekkt að veginum til Flateyrar sé lokað á veturna vegna snjóflóðahættu. „Það væri sniðugt að hluti af lykilfólki í viðbrögðum við hættu, lögreglumenn eða hjúkrunarfræðingar, almannavarnafólk, gæti búið á Flateyri og tekið þátt í aðgerðum. Það gæti aukið öryggi.“ Enginn heilsugæslustarfsmaður er í þorpinu. Þó er einn íbúi þar með heilbrigðismenntun. Sú er hjúkrunarfræðingur og sinnir dóttur sinni sem hefur tvisvar fengið heilablæðingu. Kvöldið sem snjóflóðið féll fékk maðurinn hennar heilablæðingu. Konan tók að sér að hjúkra stúlkunni sem grófst undir flóðinu. „Hún var prímusmótorinn í því starfi. Hún vann kraftaverk sú góða kona.“ Björgunarsveitarmenn fluttu stúlkuna sem lenti í flóðinu í sundlaugarmiðstöðina á Flateyri þar sem beita þurfti heimatilbúnum aðferðum til að hlýja henni. „Þær voru með hárblásara til að hita hana. Það þarf líka kunnáttu til að hita manneskju. Það er ekki hægt að demba henni í heita pottinn og hita hana þannig. Það þarf að gerast með réttum hætti. Þetta var fumlaust og kunnáttusamlega gert. Það var mikið mildi að hún féllst á að hjálpa til þarna.“ Þá höfðu íbúar áhyggjur af frekari flóðum. „Ég held að það að ryðja flóðin sem eru núna við garðana myndi hjálpa verulega til að minnka óþægindatilfinninguna gagnvart því að búa hérna fram á vorið. Íbúum myndi líða betur og verða rólegra ef þessi tveir til fjórar metrar af snjó, sem liggur eins og steypa við sitthvoru megin við varnargarðana, yrðu teknir í burtu.“ Einnig var kvartað undan því hve lítið fór fyrir viðvörunum yfirvalda um að vera á ferli við höfnina þar sem snjóflóð fór yfir með mikilli eyðileggingu „Það hefði verið einfalt að senda smáskilaboð til að vara fólk við verulegri hættu á þessu svæði,“ segir Óttar. Hann segir fundinn hafa verið góðan. Stutt hafi verið í hráar tilfinningar þar sem þeir sem með völdin fara fengu líðan Flateyringa beint í æð. „Til að fólki líði vel þarf öryggi. Þegar fólk er öruggt þá líður því vel og fer að leita að atvinnu sem það þarf til að geta búið. Svo getum við byggt upp blómlegt og fallegt samfélag á þessum grunnstoðum.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Flateyringar fóru fram á að snjóflóðin tvö, sem eru sitthvoru megin við varnargarðana, verði hreinsuð til að minnka áhyggjur af frekari hættu fram á vorið. Þetta kom frá á íbúafundi þeirra í gær þar sem kvartað var undan vanbúnaði þorpsins eftir að heilsugæslunni var lokað. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, var einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs á fundinum í gær. Óttar er einn þeirra sem er í forsvari fyrir lýðskólann á Flateyri. Eftir að heilsugæslan hætti starfsemi þar tók lýðskólinn yfir húsnæði hennar. Er það í dag nýtt sem heimavist fyrir nemandur lýðskólans. Óttar benti á að lýðskólinn hefði boðið Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að leigja neðri hæð hússins en ekki hafi verið áhugi fyrir því. „Það kom í ljós að þorpið er skilið eftir vanbúið þegar heilsugæslustöðin hættir starfsemi hérna. Það vantar flest sem til þarf að bregðast við ef hætta steðjar að,“ segir Óttar. Þar á meðal voru engir sjúkrakassar á staðnum og hjartastuðtæki rafmagnslaust. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.Vísir Óttar benti á að það væri ekki óþekkt að veginum til Flateyrar sé lokað á veturna vegna snjóflóðahættu. „Það væri sniðugt að hluti af lykilfólki í viðbrögðum við hættu, lögreglumenn eða hjúkrunarfræðingar, almannavarnafólk, gæti búið á Flateyri og tekið þátt í aðgerðum. Það gæti aukið öryggi.“ Enginn heilsugæslustarfsmaður er í þorpinu. Þó er einn íbúi þar með heilbrigðismenntun. Sú er hjúkrunarfræðingur og sinnir dóttur sinni sem hefur tvisvar fengið heilablæðingu. Kvöldið sem snjóflóðið féll fékk maðurinn hennar heilablæðingu. Konan tók að sér að hjúkra stúlkunni sem grófst undir flóðinu. „Hún var prímusmótorinn í því starfi. Hún vann kraftaverk sú góða kona.“ Björgunarsveitarmenn fluttu stúlkuna sem lenti í flóðinu í sundlaugarmiðstöðina á Flateyri þar sem beita þurfti heimatilbúnum aðferðum til að hlýja henni. „Þær voru með hárblásara til að hita hana. Það þarf líka kunnáttu til að hita manneskju. Það er ekki hægt að demba henni í heita pottinn og hita hana þannig. Það þarf að gerast með réttum hætti. Þetta var fumlaust og kunnáttusamlega gert. Það var mikið mildi að hún féllst á að hjálpa til þarna.“ Þá höfðu íbúar áhyggjur af frekari flóðum. „Ég held að það að ryðja flóðin sem eru núna við garðana myndi hjálpa verulega til að minnka óþægindatilfinninguna gagnvart því að búa hérna fram á vorið. Íbúum myndi líða betur og verða rólegra ef þessi tveir til fjórar metrar af snjó, sem liggur eins og steypa við sitthvoru megin við varnargarðana, yrðu teknir í burtu.“ Einnig var kvartað undan því hve lítið fór fyrir viðvörunum yfirvalda um að vera á ferli við höfnina þar sem snjóflóð fór yfir með mikilli eyðileggingu „Það hefði verið einfalt að senda smáskilaboð til að vara fólk við verulegri hættu á þessu svæði,“ segir Óttar. Hann segir fundinn hafa verið góðan. Stutt hafi verið í hráar tilfinningar þar sem þeir sem með völdin fara fengu líðan Flateyringa beint í æð. „Til að fólki líði vel þarf öryggi. Þegar fólk er öruggt þá líður því vel og fer að leita að atvinnu sem það þarf til að geta búið. Svo getum við byggt upp blómlegt og fallegt samfélag á þessum grunnstoðum.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira