Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 18:45 Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur. Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur.
Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira