Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 20:00 Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent