Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 20:00 Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira