Kristján útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 22. janúar 2020 13:00 Kristján Andrésson. Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00
Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30
Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00
Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30