Portúgalar sendu Slóvena í undanúrslit og endanlega ljóst að Ísland nær ekki Ólympíusæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 16:36 Potúgalinn Alexandre Cavalcanti fagnar marki á móti Ungverjum í dag. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGRE Portúgalar tryggði sér leik um fimmta sætið og sendu Slóvena í undanúrslitin á Evrópumótinu í handbolta með því að vinna átta marka sigur á Ungverjum í fyrsta leik dagsins í milliriðli Íslands. Þessi úrslit þýða jafnframt það að það er endanlega ljóst að Ísland kemst ekki í umspil um sæti á Ólympíuleikum. Portúgal vann leikinn 34-26 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Portúgalar spila við Þjóðverja um fimmta sætið og eru komnir í Ólympíuforkeppnina. Ungverjar áttu enn möguleika á því að komast í undanúrslit því ef þeir hefðu unnið og Norðmenn svo unnið Slóvena þá hefðu Ungverjar komist áfram á kostnað Slóvena. Leikur Noregs og Slóvena á eftir verður því leikur upp á sigur í þessum milliriðli en báðar þjóðir eru öruggar um að spila um verðlaun. Þessi úrslit þýða líka að íslenska liðið getur ekki lengur hækkað sig í töflunni og náð fjórða sætinu. Um leið fór síðasti möguleiki Íslands á að komast inn í umspil um sæti á Ólympíuleikum. Vinni Íslands Svíþjóð lenda strákarnir í fimmta sæti en Svíar komast upp fyrir íslenska liðið með sigri. Vinni Ísland leikinn við Svíana verða Ísland, Portúgal og Ungverjaland öll jöfn að stigum en Ísland er með lakasta innbyrðis árangurinn vegna sex marka taps liðsins fyrir Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar. Spánverjar tryggðu sér efsta sætið í hinum milliriðlinum með því að gera 22-22 jafntefli við Króatíu en báðar þjóðir voru öruggar um sæti í undanúrslitunum. Spánverjar voru 20-14 yfir en þá kom 8-1 sprettur hjá Króötum sem komust í 22-21 þegar tvær mínútur voru eftir. Spánverjar náðu að jafna metin og tryggja sér um leið sigur í riðlinum. Noregur og Slóvenía geta því í raun valið sér mótherja í leik sínum á eftir. Það lið sem vinnur leikinn mætir Króatíu en það lið sem tapar spilar við Evrópumeistara Spánverja. EM 2020 í handbolta Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Portúgalar tryggði sér leik um fimmta sætið og sendu Slóvena í undanúrslitin á Evrópumótinu í handbolta með því að vinna átta marka sigur á Ungverjum í fyrsta leik dagsins í milliriðli Íslands. Þessi úrslit þýða jafnframt það að það er endanlega ljóst að Ísland kemst ekki í umspil um sæti á Ólympíuleikum. Portúgal vann leikinn 34-26 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Portúgalar spila við Þjóðverja um fimmta sætið og eru komnir í Ólympíuforkeppnina. Ungverjar áttu enn möguleika á því að komast í undanúrslit því ef þeir hefðu unnið og Norðmenn svo unnið Slóvena þá hefðu Ungverjar komist áfram á kostnað Slóvena. Leikur Noregs og Slóvena á eftir verður því leikur upp á sigur í þessum milliriðli en báðar þjóðir eru öruggar um að spila um verðlaun. Þessi úrslit þýða líka að íslenska liðið getur ekki lengur hækkað sig í töflunni og náð fjórða sætinu. Um leið fór síðasti möguleiki Íslands á að komast inn í umspil um sæti á Ólympíuleikum. Vinni Íslands Svíþjóð lenda strákarnir í fimmta sæti en Svíar komast upp fyrir íslenska liðið með sigri. Vinni Ísland leikinn við Svíana verða Ísland, Portúgal og Ungverjaland öll jöfn að stigum en Ísland er með lakasta innbyrðis árangurinn vegna sex marka taps liðsins fyrir Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar. Spánverjar tryggðu sér efsta sætið í hinum milliriðlinum með því að gera 22-22 jafntefli við Króatíu en báðar þjóðir voru öruggar um sæti í undanúrslitunum. Spánverjar voru 20-14 yfir en þá kom 8-1 sprettur hjá Króötum sem komust í 22-21 þegar tvær mínútur voru eftir. Spánverjar náðu að jafna metin og tryggja sér um leið sigur í riðlinum. Noregur og Slóvenía geta því í raun valið sér mótherja í leik sínum á eftir. Það lið sem vinnur leikinn mætir Króatíu en það lið sem tapar spilar við Evrópumeistara Spánverja.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira