Bað þingmenn að byggja málflutning sinn á staðreyndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 17:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira