Fyrsta lagi svör eftir fund á fimmtudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2020 16:30 Framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi hafa dregið dilk á eftir sér. Vísir/vilhelm Stjórnarmenn Sorpu taka undir tillögur innri endurskoðunar um að rétt sé að lengja skipunartíma þeirra til að byggja upp meiri reynslu meðal stjórnarmanna. Þeir hyggjast þó ekki tjá sig formlega um 1400 milljón króna framúrkeyrsluna fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag í næstu viku. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar vegna kaupa á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Ráðist var í úttekt á framúrkeyrslunni og skilaði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu sinni í desember.Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfénu frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Tjá sig í næstu viku Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, var í gær vikið úr starfi á meðan framúrkeyrslan er til skoðunar. Stjórn Sorpu sendi honum bréf þann 6. janúar síðastliðinn og hefur hann andmælarétt út þessa viku, til að svara þeim ásökunum sem á hann eru bornar í bréfinu. Stjórnarfólk Sorpu hyggst ekki tjá sig efnislega um niðurstöður úttektarinnar né bréfsins fyrr en að andmæli framkvæmdastjórans hafa verið yfirfarinn. Gert er ráð fyrir þeirri vinnu verði lokið strax í næstu viku og þá muni búast við viðbrögðum stjórnar. Björn sendi þó frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann segir skýrslu innri endurskoðunar „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda. Meðal úrbótatillagna innri endurskoðunar er að kjörtímabil stjórnar Sorpu verði hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna, eða fjögur ár, en í dag eru stjórnarmenn skipaðir til tveggja ára. Af samtölum fréttastofu við stjórnarmenn og sveitarstjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu að dæma virðist vera stuðningur við þessa tillögu. Endalausar rótteringar í stjórn Sorpu séu til þess eins fallnar að minnka reynslu stjórnarfólks og draga þannig úr eftirlitsgetu þeirra, eins og hafi sýnt sig í tilfelli þessarar framúrkeyrslu. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Stjórnarmenn Sorpu taka undir tillögur innri endurskoðunar um að rétt sé að lengja skipunartíma þeirra til að byggja upp meiri reynslu meðal stjórnarmanna. Þeir hyggjast þó ekki tjá sig formlega um 1400 milljón króna framúrkeyrsluna fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag í næstu viku. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar vegna kaupa á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Ráðist var í úttekt á framúrkeyrslunni og skilaði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu sinni í desember.Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfénu frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Tjá sig í næstu viku Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, var í gær vikið úr starfi á meðan framúrkeyrslan er til skoðunar. Stjórn Sorpu sendi honum bréf þann 6. janúar síðastliðinn og hefur hann andmælarétt út þessa viku, til að svara þeim ásökunum sem á hann eru bornar í bréfinu. Stjórnarfólk Sorpu hyggst ekki tjá sig efnislega um niðurstöður úttektarinnar né bréfsins fyrr en að andmæli framkvæmdastjórans hafa verið yfirfarinn. Gert er ráð fyrir þeirri vinnu verði lokið strax í næstu viku og þá muni búast við viðbrögðum stjórnar. Björn sendi þó frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann segir skýrslu innri endurskoðunar „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda. Meðal úrbótatillagna innri endurskoðunar er að kjörtímabil stjórnar Sorpu verði hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna, eða fjögur ár, en í dag eru stjórnarmenn skipaðir til tveggja ára. Af samtölum fréttastofu við stjórnarmenn og sveitarstjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu að dæma virðist vera stuðningur við þessa tillögu. Endalausar rótteringar í stjórn Sorpu séu til þess eins fallnar að minnka reynslu stjórnarfólks og draga þannig úr eftirlitsgetu þeirra, eins og hafi sýnt sig í tilfelli þessarar framúrkeyrslu. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24