Kannaði persónueinkenni ofbeldismanna í nánum samböndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. janúar 2020 16:32 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Vísir/Egill Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku. Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku.
Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira