Kannaði persónueinkenni ofbeldismanna í nánum samböndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. janúar 2020 16:32 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Vísir/Egill Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku. Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku.
Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira