Þjálfarar grófasta og prúðasta liðs EM í handbolta eru íslenskir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:30 Erlingur Birgir Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu spiluðu stóran hluta leikja sinna á EM manni færri enda að fá yfir fimm brottresktra að meðaltali í leik. EPA-EFE/OLE MARTIN WOLD Ísland átti þrjá þjálfara á Evrópumótinu í handbolta í ár og tveir þeirra voru með lið sín á sitthvorum endanum þegar kom að prúðmennsku samkvæmt útreikningum evrópska handboltasambandsins. Það var mjög ólíkt farið með liðum Kristjáns Andréssonar og Erlings Richardssonar á þessu móti. Kristján var á sínu fjórða og síðasta stórmóti með sænska landsliðið en Erlingur á því fyrsta með hollenska landsliðið. Lærisveinar Kristjáns í sænska landsliðið eru prúðasta lið mótsins fyrir leikina um verðlaun. Þeir fengu aðeins 6,6 refsistig að meðaltali í sjö leikjum sínum. Sænsku leikmennirnir voru aðeins reknir útaf í tvær mínútur í nítján skipti þar af fjórum sinnum í lokaleiknum á móti Íslandi. Svíarnir fengu síðan 8 gul spjöld og ekkert rautt spjald. Þetta gera 46 refsistig eða 6,6 í leik. Næstu lið voru Rússland og Sviss með 7,3 refsistig í leik. Lærisveinar Erlings Richardsson létu aftur á móti finna fyrir því eða fengu kannski harðari meðferð hjá dómurum mótsins því þeir voru með langflest refsistig eða 14,7 að meðaltali í leik. Það er meira en tvöfalt fleiri refsistig en Svíar. Hollendingar voru sautján sinnum reknir útaf í tvær mínútur og það í aðeins þremur leikjum. Það er tveimur brottrekstrum færra en Svíar en sænska liðið lék samt fjórum leikjum meira en Hollendingar á Evrópumótinu. Hollenska liðið fékk síðan 5 gul spjöld og eitt rautt spjald. Útilokanir vegna þriggja brottvísana teljast hér ekki sem rautt spjald. Íslenska landsliðið var í miðjum hóp með 8,7 refsistig að meðaltali í leik en það setti liðið í 10. sæti listans yfir prúðustu lið mótsins. Það má finna allan listann hér.Prúðasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Svíþjóð 6,6 refsistig í leik 2. Rússland 7,3 2. Sviss 7,3 4. Norður-Makedónía 7,7 5. Danmörk 8,0 6. Frakkland 8,3 6. Serbía 8,3Grófasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Holland 14,7 refsistig í leik 2. Svartfjallaland 12,7 2. Þýskaland 12,7 4. Úkraína 11,3 5. Hvíta-Rússland 11,1 6. Tékkland 10,9 EM 2020 í handbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Ísland átti þrjá þjálfara á Evrópumótinu í handbolta í ár og tveir þeirra voru með lið sín á sitthvorum endanum þegar kom að prúðmennsku samkvæmt útreikningum evrópska handboltasambandsins. Það var mjög ólíkt farið með liðum Kristjáns Andréssonar og Erlings Richardssonar á þessu móti. Kristján var á sínu fjórða og síðasta stórmóti með sænska landsliðið en Erlingur á því fyrsta með hollenska landsliðið. Lærisveinar Kristjáns í sænska landsliðið eru prúðasta lið mótsins fyrir leikina um verðlaun. Þeir fengu aðeins 6,6 refsistig að meðaltali í sjö leikjum sínum. Sænsku leikmennirnir voru aðeins reknir útaf í tvær mínútur í nítján skipti þar af fjórum sinnum í lokaleiknum á móti Íslandi. Svíarnir fengu síðan 8 gul spjöld og ekkert rautt spjald. Þetta gera 46 refsistig eða 6,6 í leik. Næstu lið voru Rússland og Sviss með 7,3 refsistig í leik. Lærisveinar Erlings Richardsson létu aftur á móti finna fyrir því eða fengu kannski harðari meðferð hjá dómurum mótsins því þeir voru með langflest refsistig eða 14,7 að meðaltali í leik. Það er meira en tvöfalt fleiri refsistig en Svíar. Hollendingar voru sautján sinnum reknir útaf í tvær mínútur og það í aðeins þremur leikjum. Það er tveimur brottrekstrum færra en Svíar en sænska liðið lék samt fjórum leikjum meira en Hollendingar á Evrópumótinu. Hollenska liðið fékk síðan 5 gul spjöld og eitt rautt spjald. Útilokanir vegna þriggja brottvísana teljast hér ekki sem rautt spjald. Íslenska landsliðið var í miðjum hóp með 8,7 refsistig að meðaltali í leik en það setti liðið í 10. sæti listans yfir prúðustu lið mótsins. Það má finna allan listann hér.Prúðasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Svíþjóð 6,6 refsistig í leik 2. Rússland 7,3 2. Sviss 7,3 4. Norður-Makedónía 7,7 5. Danmörk 8,0 6. Frakkland 8,3 6. Serbía 8,3Grófasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Holland 14,7 refsistig í leik 2. Svartfjallaland 12,7 2. Þýskaland 12,7 4. Úkraína 11,3 5. Hvíta-Rússland 11,1 6. Tékkland 10,9
EM 2020 í handbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira