Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2020 11:05 Ríkisstjórn Ernu Solberg fyrir utan konungshöllina í Osló í morgun. Getty Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn sína. Verulega er stokkað upp en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. Í nýju ríkisstjórninni eru tólf ráðherrar úr Hægriflokki Solberg og fjórir bæði úr Venstre og Kristilega þjóðarflokknum. Jan Tore Sanner, varaformaður Hægriflokksins, tekur við embætti fjármálaráðherra af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins. Trine Skei Grande, formaður Venstre, hættir sem menningarmálaráðherra og verður nýr ráðherra menntamála og innflytjendamála. Knut Arild Hareide, fyrrverandi formaður Kristilegra demókrata, verður nýr samgönguráðherra, en núverandi formaður, Kjell Ingolf Ropstad, verður barna- og fjölskyldumálaráðherra. Þá verður Geir Inge Sivertsen frá Hægriflokknum sjávarútvegsráðherra í nýrri stjórn. Hin 33 ára Tina Bru verður nýr olíu- og orkumálaráðherra en hún þykir ein af helstu vonarstjörnum norska Hægriflokksins. Bru tók sæti á norska þinginu fyrir Rogaland árið 2013, en í embætti ráðherra mun hún fara fyrir olíuvinnslu Norðmanna sem mun aukast mikið á næstu árum. Abid Raja, þingmaður Venstre, er nýr menningarmálaráðherra Noregs og tekur við því embætti af Skei Grande, en hann táraðist er hann tók við lyklunum að ráðuneytinu fyrr í dag. Raja er af pakistönskum uppruma og flutti til Noregs á áttunda áratugnum. Hann tók sæti á þinginu árið 2013. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá því 20. janúar að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja hafði verið innan flokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Sjá má nýju ríkisstjórnina og skiptingu ráðherraembætta í frétt á vef NRK. Noregur Tengdar fréttir Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40 Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn sína. Verulega er stokkað upp en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. Í nýju ríkisstjórninni eru tólf ráðherrar úr Hægriflokki Solberg og fjórir bæði úr Venstre og Kristilega þjóðarflokknum. Jan Tore Sanner, varaformaður Hægriflokksins, tekur við embætti fjármálaráðherra af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins. Trine Skei Grande, formaður Venstre, hættir sem menningarmálaráðherra og verður nýr ráðherra menntamála og innflytjendamála. Knut Arild Hareide, fyrrverandi formaður Kristilegra demókrata, verður nýr samgönguráðherra, en núverandi formaður, Kjell Ingolf Ropstad, verður barna- og fjölskyldumálaráðherra. Þá verður Geir Inge Sivertsen frá Hægriflokknum sjávarútvegsráðherra í nýrri stjórn. Hin 33 ára Tina Bru verður nýr olíu- og orkumálaráðherra en hún þykir ein af helstu vonarstjörnum norska Hægriflokksins. Bru tók sæti á norska þinginu fyrir Rogaland árið 2013, en í embætti ráðherra mun hún fara fyrir olíuvinnslu Norðmanna sem mun aukast mikið á næstu árum. Abid Raja, þingmaður Venstre, er nýr menningarmálaráðherra Noregs og tekur við því embætti af Skei Grande, en hann táraðist er hann tók við lyklunum að ráðuneytinu fyrr í dag. Raja er af pakistönskum uppruma og flutti til Noregs á áttunda áratugnum. Hann tók sæti á þinginu árið 2013. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá því 20. janúar að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja hafði verið innan flokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Sjá má nýju ríkisstjórnina og skiptingu ráðherraembætta í frétt á vef NRK.
Noregur Tengdar fréttir Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40 Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40
Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent