„Mjög mikið hlegið að mér í byrjun en núna eru allir stoltir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2020 14:00 Jón Viðar dansar nú með syni sínum á kvöldin í stað þess að boxa. Vísir/Marínó Flóvent Jón Viðar Arnþórsson hefur fundið mýkt og gleði í þáttunum Allir geta dansað. Bakgrunnur hans er í bardagaíþróttum, sjálfsvarnarkennslu og löggæslu svo hann steig langt út fyrir þægindarammann í samkvæmisdönsunum. Hann þurfti að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð en lét það ekkert slá sig út af laginu og er nú kominn í fimm para úrslit. Næsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld. Við fengum Jón Viðar til að svara nokkrum spurningum um keppnina Allir geta dansað. Hvernig hefur verið fyrir þig að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta hefur verið mikil breyting og alveg hrikalega gaman að fá þetta tækifæri. Erfitt líka af því að þetta er engin smá vinna. Það fer eiginlega bara allur tími manns í þetta, eiginlega bara allur dagurinn alla daga vikunnar. Þetta hefur því verið virkilega gaman og erfitt í leiðinni, en meira gaman en erfitt samt.“ Hvaða danstegund er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? „Ég myndi segja annað hvort Tangó eða Paso doble, þetta eru bæði sterkir dansar og henta mér og mínum bakgrunni kannski best.“ Hvaða atriði er í uppáhaldi? „Ég myndi segja Jive-atriðið okkar, það var kröftugt. Tangóinn líka síðast.“ Hvaða áskoranir hafa verið erfiðastar? „Það er örugglega bara það að læra svona ógeðslega mikið á svona stuttum tíma, ég held að ég hafi aldrei lært jafn mikið á jafn stuttum tíma á ævinni. Ég hélt að þetta væri erfitt en þetta er miklu erfiðara en ég bjóst við.“ Jón Viðar þurfti að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð en lét það ekkert slá sig út af laginu.Vísir/Marínó Flóvent Hvað hefur þú lært af því að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta er svo svakalega ólíkt þeim heimi sem ég kem úr. Ég þjálfa í sporti þar sem það er farið inn í búr og svo í lögreglunni líka, allt er þetta frekar dimmur heimur einhvern veginn. Þarna er svo svakalega mikil hamingja í öllu, allt er svo bjart og svo miklir litir sem ég er mjög óvanur. Þetta er algjörlega öfugt við það sem ég hef starfað við síðustu árin.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart? „Í raun og veru hvað allir eru skemmtilegir og „nice“ í þessum þáttum, bæði keppendur, framleiðendur og dansarar. Þetta er búið að vera einstök upplifun. Ég bjóst ekki við svona mikilli gleði.“ Hápunkturinn hingað til? „Að fá flottar einkunnir frá dómurum eins og við fengum síðast, þrjár níur, það var alveg rosalega gaman.“ En lágpunkturinn? „Ég held að það hafi ekki endilega verið neinn lágpunktur. Nema kannski erfiðar æfingar, þegar maður heldur að maður sé ekki að ná þessu og er kominn í eitthvað stresskast yfir því að fara að gera sig að algjöru fífli.“ Hvaða áhrif hefur dansinn haft á líkamlega líðan þína? „Ekki mikil af því að ég er svo vanur því að glíma og boxa alla daga.“ En andlega líðan? „Bara þessi gleði, þessi endalausa gleði er svo skemmtilegt. Þetta er allt svo jákvætt og skemmtilegt, það er gaman að vera í þeim heimi. Maður er kannski ekki beint eitthvað jákvæður þegar maður er að kenna einhverjum að verja sig eftir erfiða lífsreynslu.“ Hvernig stuðning hefur þú fengið frá fólkinu í kringum þig? „Alveg gríðarlega mikinn, allir mjög stoltir og spenntir en hlógu mikið fyrst. Það var mjög mikið hlegið að þessu í byrjun en núna eru allir rosa stoltir og ég hef fundið fyrir miklum stuðningi.“ Hefur dansáhuginn „smitast“ í aðra fjölskyldumeðlimi eða vini? „Já. Á kvöldin var ég vanur að kenna stráknum mínum sem er átta ára að glíma eða boxa eða eitthvað. Núna kenni ég honum meira að dansa en að glíma.“ Ætlar þú að halda áfram að dansa eftir þessa keppni? „Jájá alveg pottþétt.“ Hvernig myndir þú lýsa dansfélaganum þínum? „Hún er mjög jarðbundin og róleg, alveg fáránlega fallegt og gott hjarta. Tilbúin að hjálpa með hvað sem er og einhvern veginn alltaf til staðar. Yndisleg, ég hef ekkert slæmt um hana að segja, hún er algjört æði.“ Hvernig eru tengslin ykkar? Var erfitt að þurfa að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð? „Við erum búin að vera saman síðan í lok desember. Ég hélt að það yrði erfiðara að skipta en það hefur ekki verið. Það er búið að ganga vonum framar. Skiptingin var ekkert vesen.“ Hvað dansið þið í kvöld? „Paso doble“ Hvað máttu segja lesendum Vísis um atriðið ykkar? Það verður mjög kröftugt og sterkt og með skemmtilegum lyftum.“ Allir geta dansað Tengdar fréttir Óþægilegur heimur Jóns Viðars ekki svo óþægilegur eftir allt saman Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og það í skemmtiþættinum Allir geta dansað. 21. janúar 2020 15:30 Marta blá og marin eftir æfingar Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið. 15. janúar 2020 14:30 Malín komin í leyfi og Jón Viðar fær nýjan fagdansara "Mér líst bara mjög vel á þetta. Malín var auðvitað komin sex mánuði á leið og þetta var orðið það erfitt fyrir hana að hún tók ákvörðun um það að stíga til hliðar.“ 6. janúar 2020 14:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson hefur fundið mýkt og gleði í þáttunum Allir geta dansað. Bakgrunnur hans er í bardagaíþróttum, sjálfsvarnarkennslu og löggæslu svo hann steig langt út fyrir þægindarammann í samkvæmisdönsunum. Hann þurfti að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð en lét það ekkert slá sig út af laginu og er nú kominn í fimm para úrslit. Næsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld. Við fengum Jón Viðar til að svara nokkrum spurningum um keppnina Allir geta dansað. Hvernig hefur verið fyrir þig að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta hefur verið mikil breyting og alveg hrikalega gaman að fá þetta tækifæri. Erfitt líka af því að þetta er engin smá vinna. Það fer eiginlega bara allur tími manns í þetta, eiginlega bara allur dagurinn alla daga vikunnar. Þetta hefur því verið virkilega gaman og erfitt í leiðinni, en meira gaman en erfitt samt.“ Hvaða danstegund er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? „Ég myndi segja annað hvort Tangó eða Paso doble, þetta eru bæði sterkir dansar og henta mér og mínum bakgrunni kannski best.“ Hvaða atriði er í uppáhaldi? „Ég myndi segja Jive-atriðið okkar, það var kröftugt. Tangóinn líka síðast.“ Hvaða áskoranir hafa verið erfiðastar? „Það er örugglega bara það að læra svona ógeðslega mikið á svona stuttum tíma, ég held að ég hafi aldrei lært jafn mikið á jafn stuttum tíma á ævinni. Ég hélt að þetta væri erfitt en þetta er miklu erfiðara en ég bjóst við.“ Jón Viðar þurfti að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð en lét það ekkert slá sig út af laginu.Vísir/Marínó Flóvent Hvað hefur þú lært af því að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta er svo svakalega ólíkt þeim heimi sem ég kem úr. Ég þjálfa í sporti þar sem það er farið inn í búr og svo í lögreglunni líka, allt er þetta frekar dimmur heimur einhvern veginn. Þarna er svo svakalega mikil hamingja í öllu, allt er svo bjart og svo miklir litir sem ég er mjög óvanur. Þetta er algjörlega öfugt við það sem ég hef starfað við síðustu árin.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart? „Í raun og veru hvað allir eru skemmtilegir og „nice“ í þessum þáttum, bæði keppendur, framleiðendur og dansarar. Þetta er búið að vera einstök upplifun. Ég bjóst ekki við svona mikilli gleði.“ Hápunkturinn hingað til? „Að fá flottar einkunnir frá dómurum eins og við fengum síðast, þrjár níur, það var alveg rosalega gaman.“ En lágpunkturinn? „Ég held að það hafi ekki endilega verið neinn lágpunktur. Nema kannski erfiðar æfingar, þegar maður heldur að maður sé ekki að ná þessu og er kominn í eitthvað stresskast yfir því að fara að gera sig að algjöru fífli.“ Hvaða áhrif hefur dansinn haft á líkamlega líðan þína? „Ekki mikil af því að ég er svo vanur því að glíma og boxa alla daga.“ En andlega líðan? „Bara þessi gleði, þessi endalausa gleði er svo skemmtilegt. Þetta er allt svo jákvætt og skemmtilegt, það er gaman að vera í þeim heimi. Maður er kannski ekki beint eitthvað jákvæður þegar maður er að kenna einhverjum að verja sig eftir erfiða lífsreynslu.“ Hvernig stuðning hefur þú fengið frá fólkinu í kringum þig? „Alveg gríðarlega mikinn, allir mjög stoltir og spenntir en hlógu mikið fyrst. Það var mjög mikið hlegið að þessu í byrjun en núna eru allir rosa stoltir og ég hef fundið fyrir miklum stuðningi.“ Hefur dansáhuginn „smitast“ í aðra fjölskyldumeðlimi eða vini? „Já. Á kvöldin var ég vanur að kenna stráknum mínum sem er átta ára að glíma eða boxa eða eitthvað. Núna kenni ég honum meira að dansa en að glíma.“ Ætlar þú að halda áfram að dansa eftir þessa keppni? „Jájá alveg pottþétt.“ Hvernig myndir þú lýsa dansfélaganum þínum? „Hún er mjög jarðbundin og róleg, alveg fáránlega fallegt og gott hjarta. Tilbúin að hjálpa með hvað sem er og einhvern veginn alltaf til staðar. Yndisleg, ég hef ekkert slæmt um hana að segja, hún er algjört æði.“ Hvernig eru tengslin ykkar? Var erfitt að þurfa að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð? „Við erum búin að vera saman síðan í lok desember. Ég hélt að það yrði erfiðara að skipta en það hefur ekki verið. Það er búið að ganga vonum framar. Skiptingin var ekkert vesen.“ Hvað dansið þið í kvöld? „Paso doble“ Hvað máttu segja lesendum Vísis um atriðið ykkar? Það verður mjög kröftugt og sterkt og með skemmtilegum lyftum.“
Allir geta dansað Tengdar fréttir Óþægilegur heimur Jóns Viðars ekki svo óþægilegur eftir allt saman Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og það í skemmtiþættinum Allir geta dansað. 21. janúar 2020 15:30 Marta blá og marin eftir æfingar Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið. 15. janúar 2020 14:30 Malín komin í leyfi og Jón Viðar fær nýjan fagdansara "Mér líst bara mjög vel á þetta. Malín var auðvitað komin sex mánuði á leið og þetta var orðið það erfitt fyrir hana að hún tók ákvörðun um það að stíga til hliðar.“ 6. janúar 2020 14:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Óþægilegur heimur Jóns Viðars ekki svo óþægilegur eftir allt saman Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og það í skemmtiþættinum Allir geta dansað. 21. janúar 2020 15:30
Marta blá og marin eftir æfingar Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið. 15. janúar 2020 14:30
Malín komin í leyfi og Jón Viðar fær nýjan fagdansara "Mér líst bara mjög vel á þetta. Malín var auðvitað komin sex mánuði á leið og þetta var orðið það erfitt fyrir hana að hún tók ákvörðun um það að stíga til hliðar.“ 6. janúar 2020 14:30