Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Sóley Guðmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 21:45 Manuela og Jón Eyþór voru stórglæsileg í kvöld vísir/m. flóvent Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira